Dóttir mín er að fara að fermast á næsta ári og ég þarf því að fara að byrja að safna í sjóð, annars vegar fyrir veislu og hins vegar fyrir fermingagjöf handa skvísunni. Mig langar til að gefa henni eitthvað sem hana virkilega langar í svo ég spurði hana bara einfaldlega hvað hún vildi. Það var nú ansi margt sem henni langaði í, en lokaniðurstaðan var sú að hún fær 7-10 daga ferð til NEW YORK!!! Við munum fara næsta vor einhverntíma. Ég veit ekki hvor er spenntari, ég eða hún, hahaha.
Ég hef einu sinni farið til New York reyndar, en það var í millilendingu og við stoppuðum ekki nema í 4 tíma minnir mig. Rétt náði að hendast í taxa niðrá Manhattan, fara á Times Square og kíkja inná nokkra bari. Þannig að það er kominn tími á að skoða og njóta þessarar borgar betur.
Svo falleg borg!
xx
Rósa
2 comments:
Oh vá en frábær gjöf! Ég elska New York, fórum í enda Nóv byrjun Desember, en held það væri skemmtilegra að fara að vori/sumri. Kannski aðalega því ég er ekki mikið fyrir kulda :P
En annars var ekki leiðinlegt að fara og upplifa Thanks Giving og Black Friday ;)
Já ég hugsa einmitt að við bíðum með að fara fram í maí, því við erum heldur ekki mikið fyrir kuldann :)
Post a Comment