Pages

Thursday, May 22, 2014

Kaffi vafningur

Þegar ég var að vafra um á instagram um daginn rak ég augun í umræðu um kaffi-vafninga. Umræðan var hjá erlendri fitnesskonu, og ég ætlaði svo að muna hvað hún héti svo ég gæti fundið hana aftur, en það er alveg stolið úr mér (enda er ég að followa aaaansi margar fitness gellurnar svo að það er kannski ekki skrítið). En mér fannst þetta soldið spennandi, því maður vill auðvitað alltaf líta sem best út og þessir vafningar eiga að hjálpa til við það, og þú getur gert þá heima hjá þér fyrir smáaura, í staðinn fyrir að borga morðfjár til að fara á stofu.

Hvað gerir kaffið?
Koffín virkar gegn appelsínuhúð!! Það örvar blóðrásina og hjálpar þannig til við að koma í veg fyrir vatnssöfnun og gerir því líkamanum kleift að losa frekar um eiturefni og vökva. Með því að bera kaffi á vandamála-svæðin reglulega (ekki mælt með oftar en tvisvar í viku samt) er hægt að minnka appelsínuhúð þannig að það sé sjáanlegur munur. Húðin verður einnig stinnari og sléttari. Og hver vill það nú ekki? En árangurinn er að sjálfsögðu ekki varanlegur, það þarf að halda þessu við J
Ég prófaði í fyrsta skiptið í gær. Ætla að gera þetta tvisvar í viku í mánuð og athuga hvað gerist (eða hvort eitthvað gerist hehe). Þetta er soldið subbulegt þannig að það er gott að standa ofan í baðkari eða sturtuklefa við verknaðinn.
Það sem þarf:

Ø  Kaffi

Ø  Bleyta það í soðnu vatni og hræra vel saman

Ø  Setja smá ólífuolíu út í til að þetta festist betur á líkamanum

Ø  Plastfilmu

Ø  Magn af öllu fer bara eftir hvað þið viljið setja á stórt svæði á líkamanum

Svo makar maður bara herlegheitunum á þá staði sem maður kýs og vefur svo plastfilmunni utan um. Láta þetta svo virka í 20-30 mín. Sennilega er best að leggjast bara í rúmið/sófann í sloppi eða einhverju (ef eitthvað kaffi skyldi leka framhjá hehe) á meðan beðið er til að eiga ekki í hættu á að rífa filmuna. Svo er bara allt kaffi skolað af í sturtunni að biðtímanum loknum. Mæli með að setja á sig góða sápu til að losna við kaffi-ilminn.

Kaffið og plastfilman tilbúið :)

Kaffið komið á

Plastfilman komin yfir
Endilega prófið, eða látið endilega í ykkur heyra ef þið hafið betri útgáfur af þessum eða svipuðum vafning J

xx
Rósa

No comments: