Pages

Monday, April 28, 2014

Mánudagur

Það var rosalega mikill mánudagur í mér í morgun, var alveg svakalega þreytt. Geispaði non-stop á leiðinni í vinnuna. Blandaði mér því í stóran brúsa Amino Energy og drakk það með fyrstu verkefnum dagsins og þreytan fór fyrir bí eins og skot. Ég keypti mér um daginn nýtt bragð af Amino Energy, ég hef alltaf verið að drekka appelsínubragðið og fundist það lang best, en svo komu 2 nýjar bragðtegundir á dögunum: Green Apple og Lemon Lime. Ég keypti mér Lemon Lime og svei mér þá ef það er ekki bara betra en appelsínubragðið. Ég er allavega að verða búin með dúnkinn (hef nefnilega verið að nota þetta sem pre-workout og tekið 3 skammta í einu) og ég ætla að kaupa mér sama bragð næst J Stundum er svo gott að bragðbæta vatnið sitt aðeins, og ekki skemmir fyrir að fá aukna orku, sérstaklega þegar maður er í skrifstofuvinnu eins og ég. Amino Energy er svo hægt að kaupa bara alveg út um allt, ég hef séð það í Iceland, Hagkaup, Krónunni, Protin.is (er núna á tilboði þar á 2.990 kr), perform.is og fleiri stöðum.

Lemon Lime Amino Energy
Ég mæli samt alltaf hiklaust með protin.is. Nei þeir eru ekki að sponsa mig, mér finnst bara hrikalega gott að versla hjá þeim. Maður getur pantað á netinu og sett í körfu og svo getur maður valið um hvernig maður greiðir og hvernig maður fær vöruna afhenta. Ég vel alltaf að greiða á staðnum (þeir eru með posa) og sækja til þeirra. Þá er þetta í raun alveg eins og versla í búð, nema maður sleppur við alla sölumennsku. Það er ekkert verið að reyna að selja þér eitthvað aukalega, þú bara sækir þína pöntun og ferð. Það er líka hægt að fá sent heim til sín ef það hentar manni betur. Þeir eru farnir að þekkja mig þegar ég mæti til þeirra að sækja pöntunina mína......en það er nú bara gaman J

Í dag er dagur 1 í 30 daga átakshópnum mínum. Þær mættu 19 talsins til mín í mælingu í gær og svo koma 3 í kvöld og 1 á morgun, samtals 23 stelpur. Ég var með málbandið uppi frá því kl 13 til kl 22. Náði rétt svo smá breiki inná milli til að borða. Það var rosalega gaman að fá að hitta þær allar og sjá hvað þær eru spenntar fyrir þessu. Ég sendi þeim svo öllum prógrömmin sín að mælingum loknum, svo að þetta er allt komið í gang. Við erum svo allar saman í lokaðri facebook-grúppu þar sem allir geta fengið að tjá sig og ræða málin hvað allt þetta varðar. Ég mun vera með regluleg update um átakið á facebook síðunni minni "Fjárþjálfun Rósu" og leyfi ykkur hinum þannig aðeins að fylgjast með gangi mála. Ég veit að það eru fleiri áhugsamar um þetta og vilja þá kannski fá að vera með í næsta hóp ef þetta gengur vel.

 

xx
Rósa

No comments: