Pages

Saturday, April 26, 2014

Hvað er að frétta?

Ég er búin að vera í einhverri blogglægð núna uppá síðkastið. En það er nú svo sem allt í lagi, kemur ekki svo oft fyrir hjá mér :) Ég er ekkert hætt að blogga, alls ekki, en nenni heldur ekki að vera að blogga þegar ég nenni því ekki.

Það er svo margt skemmtilegt og spennandi í gangi hjá mér núna að ég veit bara ekki hvar ég á að byrja að segja frá.......þannig að kannski ég byrji bara á því að monta mig! Ég get verið ótrúlega heppin hvað varðar leiki og spil. Það er mjög sjaldan sem ég spila og vinn ekki. Ég get giskað á allskonar bull í Trivial Pursuit til dæmis, sem reynist svo bara vera rétt svar! Um páskana vann ég sem sagt æfingabol og buxur að eigin vali hjá Monsta Clothing Iceland og valdi mér ótrúlega flottan bleikan æfingabol og svartar kvartbuxur með bleiku letri. Fékk fötin send heim til mín og er ótrúlega ánægð með þau!

Bolurinn sem ég valdi mér :) 

Svo í dag sá ég að ég vann í öðrum leik. Vann Blomdhal eyrnalokka á bloggsíðu hjá Heiðdísi Lóu. Ótrúlega flottir eyrnalokkar sem ég fæ svo senda heim til mín í næstu viku.

Ég fæ svona með grænum stein :) 

Það eru svo margir sem segja að þessir facebook leikir séu bara plat, en ég hef unnið allskonar í ansi mörgum leikjum, svo að það er ekki alltaf rétt. Maður þarf kannski bara að skoða síðurnar hjá þeim sem maður er að taka þátt í leikjum hjá og athuga hvort þetta sé ekki allt legit.....ég deili ekki mynd fyrir neinn nema tékka á því fyrst :)

En að aðeins merkari hlutum! Ég ákvað, í gegnum Fjarþjálfunar síðuna mína, að efna til 30 daga átakshóps. Ég ætlaði að hafa hámarksfjölda 20 manns, en í lokin var fjöldinn orðin 23. Ég er rosalega spennt fyrir þessu, og alveg gríðarlega ánægð með góða þátttöku, fór gjörsamlega fram úr öllum mínum væntingum. Þessar 23 stelpur munu koma til mín í mælingu (ég verð að mæla ALLAN daginn á morgun!) og svo fá þær afhent matar- og æfingaplön fyrir næstu 30 dagana. Að þeim loknum mæta þær aftur til mín í mælingu og svo mun ég reikna út hver af þeim hefur misst hlutfallslega mest af centimetrum og hlýtur vinningspottinn. Miðað við fjölda þáttakenda þá er vinningspotturinn 57.500 kr!!!! Það er nú ansi góð hvatning fyrir þær að eltast við þennan pott, alls ekki amalegt að græða 55.000 kr fyrir að hreyfa sig og borða hollt :D



Og í öðrum merkilegum fréttum þá ákvað ég að skipta um þjálfara. Ég hef nákvæmlega EKKERT út á fyrrum þjálfara minn að setja, hún er YNDISLEG, nema að hún býr í öðru landi. Nýi þjálfarinn er hér í Reykjavík, og það sem er enn betra, er að hann þjálfar í Reebok!!! Hann hefur þjálfað fitness stelpur og veit því uppá hár hvað hann er að gera. Ég hitti hann í morgun til að fara yfir "ástandið" á mér og skoða leiðir sem gætu hent mér í framhaldinu. Er mjög spennt fyrir þessu samstarfi og hef fulla trú á því að hann muni hjálpa mér að komast í topp form og gera góða hluti á Bikarmótinu í Nóvember :D :D :D

Ég á pósunámskeiði síðastl. nóv. Mynd: Sveinbi súper


Kannski ég fari að blogga oftar svo þetta þurfi ekki vera svona langt hehe 

xx

Rósa


No comments: