Pages

Monday, March 3, 2014

Nýir tímar

Þá er febrúar mánuður liðinn og mars genginn í garð. Það er alveg ótrúlegt hvað tímanum líður. Aðeins of langt síðan ég bloggaði síðast, þið misstuð alveg af "fimm staðreyndir um mig á föstudegi" og "sexy sunnudagar" um helgina, ég var bara aðeins að hvíla mig á blogginu, búin að vera svo ofsalega dugleg hingað til :) En ég mun hafa alla föstu liðina mína í þessari viku, svo þið þurfið ekki að örvænta!

Það sem er aðallega að frétta af mér er að á föstudaginn síðasta vann ég minn síðasta vinnudag hjá Pennanum. Það voru soldnar blendnar tilfinningar í gangi við að labba þaðan út. Það var ótrúlega gaman að vinna þar og alveg yndislegar stelpurnar sem ég vann með, ég á eftir að sakna þeirra mikið. En á hinn bóginn er líka spennandi að breyta til og fá að spreyta sig á nýjum vinnustað við önnur verkefni.

Fékk svona fallegan blómvönd og ilmkerti í kveðjugjöf frá Pennanum
Svo mætti ég í nýju vinnuna mína í Debet í morgun og vann minn fyrsta dag þar. Var að bóka reikninga í allan dag, debet og kredit, hehhe. Ég er svo mikill nörd, elska svona bókhald :) Þetta lofar allt góðu bara, góð vinna og gott fólk, erum 7 þarna á skrifstofunni, svo það er fámennt, en góðmennt. Það var boðið uppá bollur með kaffinu (ég reyndar borða ekki svoleiðis svo ég fékk mér ekki) og á morgun verður svo saltkjöt og baunir, uppáhaldið mitt!!! :D hlakka til

Ég fékk nýja prógramið mitt frá Michelle sent áðan, og ég ætla að byrja á því á miðvikudaginn (þar sem ég ætla að fá mer saltkjöt og baunir á morgun þá passar það ekki alveg inní planið). Ég hlakka mjög mikið til að byrja aftur á rútínunni og hollustunni. Ekki að ég sé búin að vera á fullu í einhverri óhollustu, en mig vantar samt sem áður smá push og hvatningu. Langar að létta aðeins á mér ;)

Helgin hjá mér var rosalega nice. Við Heiðar fórum út að borða á Ítalíu og svo í fertugs afmæli hjá frænda hans þar sem Valdimar og Jóhanna Guðrún komu og sungu. Ótrúlega flott partý. Ég og Elín áttum svo yndislegan sunnudag, fengum okkur bragðaref og horfðum á Friends með sængurnar í sófanum, svo kósý. Svo fékk ég óvænt rós og súkkulaði frá gæjanum mínum :) aldrei leiðinlegt að fá svoleiðis óvænt


Á morgun ætla ég svo að koma með samantektar færslu fyrir febrúar :) 
Heyrumst þá
xx
Rósa

No comments: