Í dag er svo náttúrulega miðvikudagur og ég ákvað að hafa þetta aðeins með öðruvísi sniði núna, ég ætla að deila með ykkur öllum máltíðunum mínum í dag, ekki bara einni :) tók reyndar ekki mynd af þeim öllum, en þetta ætti að duga svona....
Morgunmatur: 1 skeið súkkulaðiprótein, 1 dl haframjöl, 1 tsk kókosolía, 200 ml vatn og 4 klakar. Skelli þessu saman í blandarann og MMMMMMM geggjað gott!
Morgunkaffi: 2 burger spelt hrökkbrauð með 2 eggjahvítum (ekki smjör) og 1 slender stick
Slender stick - duft sem maður blandar í vatnið stútfullt af vítamínum |
Hádegismatur: 1 kjúllabringa með bbq sósu, hvítkál og 3 cherry tómatar
kjúllinn minn |
Fyrir æfingu: 1 epli og Hydroxicut hardcore
Eftir æfingu: 1 próteinsjeik (súkkulaði og hnetjusmjörs bragð)
Kvöldmatur: 1 kjúllabringa og spínat
Maturinn minn er ekki svona alla daga. Þetta er bara dagurinn í dag. Það eru oft grjón og sætar og öðruvísi grænmeti með matnum, og svo er líka oft fiskur og nautakjöt.....ég á það bara til að skipta því út fyrir kjúlla. Finnst hann svo þægilegur eitthvað.....en ég verð að vera duglegri að borða hitt líka, svo maður sé ekki í of einhæfu mataræði sko.....kjúlli tvisvar á dag alla daga er eiginlega too much hehhe.
Er farin að horfa á Walking dead
Eigið gott kvöld
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment