Þá er þessi vika á ketó hálfnuð. Að mörgu leyti finnst mér ekkert erfiðara að vera á ketó mataræðinu heldur en þessu hefðbundna "kött-fæði", mér finnst maturinn ekkert síðri sem ég er að borða - þannig séð. En hins vegar finn ég hvað ég verð einhverveginn mikið "aumari" í líkamanum, veit ekki hvernig ég get orðað það öðruvísi. Fæ alveg svakalegar harðsperrur, miklu meiri en vanalega, þó ég sé ekkert að skipta um æfingaplan eða breyta æfingunum á neinn hátt. Tek meira að segja minni þyngdir en venjulega þar sem líkaminn er eitthvað svo aumur og mér finnst erfiðara að "pína" mig til að þyngja. Þetta er soldið skrítið, og eiginlega bara soldið magnað. Þetta er náttúrulega sjokk fyrir líkamann, taka út öll kolvetni og fá allt í einu inni fullt af fitu sem hann þarf að vinna úr. Greinilegt að recovery-ið í vöðvunum virkar ekki eins....Stórmerkilegt alveg. En ég er ekki að kvarta, ketó-ið kom mjög vel út hjá mér síðast, svo ég er bara spennt að taka það aftur :D
Annars er ég að fara að máta bikini í kvöld sem ég leigi svo fyrir keppnina ef það passar. Það er svona fjólublátt einhvernveginn með fleiri litum í og flottum connecturum. Ég vona svo innilega að það passi, finnst það svo hrikalega flott, og held að þessir litir munu koma vel út á mér.
Í kvöld erum við stelpurnar í vinnunni að fara að hittast í smá "fyrir-árshátíðar-flipp". Ætlum að vera allar geðveikt hallærislegar í náttsloppum, inniskóm, með maska í andlitinu, rúllur í hárinu og svo framvegis og taka myndir, því það er víst einhver "flipp-verðlaun" eða eitthvað svoleiðis í gangi fyrir flippaðasta árshátíðar-undirbúninginn.....og það vita allir að einmitt svona undirbúa stelpur sig fyrir árshátíð. Þetta verður bara gaman. Eigum klárlega eftir að vinna þetta :D
Svo er árshátíðin bara á laugardaginn, hrikalega spennt fyrir því :) Ætla að vakna snemma þann daginn, taka mælingar og myndir, skella mér á opinn dag í Reebok Fitness og taka 2-3 klst af allskonar tímum (prófa sem flest), fara svo heim að leggja mig aðeins áður en árshátíðar-undirbúningurinn hefst svo, því svo fer rúta til Hveró kl 18:30. Já ég veit, geðveikt klikkuð að vera búin að undirbúa laugardaginn strax þegar það er rétt svo miðvikudagur....eeeen that´s me....skipulagsfrík heheh :D
No comments:
Post a Comment