Helgin var góð :)
Svaf til tíu eða svo á laugardaginn, tók mælingar og myndir að nýju. Gamla góða hefðin komin aftur, vííí. Var ekki ánægð með vigtina sem hafði farið uppá við, en mælingarnar og myndirnar komu vel út. Maður er alltaf að sjá það betur og betur hvað það er ekkert að marka þessa #$(%& vigt....hehehe. En allavega, var ágætlega sátt með niðurstöðurnar, þó svo að veikindin hafi kannski hægt aðeins á ferlinu, þá allavega eyðilögðu þau það ekki alveg, eins og ég var búin að hræðast mikið. Núna vill þjálfarinn að ég bæti við einni morgunbrennslu, trimform og taki ketó í þessa viku að minnsta kosti. Sjáum hvað gerist svo :)
Fékk mér beyglu með piparosti í morgunmat mmmmmmmm og skellti mér svo á æfingu í World class Kringlunni og tók bara smá brennslu, kvið og axlir. Bara svona létt aukaæfing. Finnst það eiginlega nauðsynlegt á nammidögum heheh....
Ég komin heim af æfingu á laugardaginn, algjör matsjó :) |
Eftir æfinguna var brunað í sumarbústaðinn í Skorradal þar sem ég var svo fram á sunnudag með skemmtilegum stelpum. Það var ótrúlega gaman hjá okkur. Spiluðum Alias, Blokkus, Hver er maðurinn og svo var auðvitað étið soldið og slúðrað og svona. Typical stelpuferð. Það var ógeðslegt veður úti, en við sátum inni í hlýjunni í litla kósý bústaðnum með kamínu og svona. Bara æði :)
Svo svaf ég alveg endalaust lengi á sunnudaginn, brunaði í bæinn og hélt áfram að hafa það kósý hehe. Held ég hafi náð að safna upp nóg af orku fyrir komandi viku...ójá. Ekkert nema geðveiki framundan, og ég er að fíla það!! hehehe
Eigið góðan mánudag öll :D
No comments:
Post a Comment