Er núna að skrifa niður mjöööög ítarlega matar- og æfingadagbók fyrir stelpuna sem er að aðstoða mig með fitness-undirbúninginn. Síðustu 2 mælingar hafa ekki verið nógu góðar, þannig að það þarf að komast að því í hverju það liggur, svo hlutirnir geti farið að rúlla hraðar. Er búin að skrifa niður sunnudag og mánudag (daginn í dag sem sagt) og svo skrifa ég daginn á morgun niður líka og sendi henni svo annað kvöld. Er mjög spennt að vita hvað kemur út úr þessu, hvort það sé eitthvað sem ég er að feila svona hrikalega á. Við erum að tala um það að ég er að skrifa niður nákvæmlega ALLT.....kl hvað ég borða hvað, hversu mikið, kl hvað ég æfi og hvernig ég æfi, hvaða töflur ég tek og kl hvað og svo framvegis.
En kannski er þetta líka bara svona stöðnun hjá mér, sem er mjög algengt í svona ferli, maður getur ekki lést og misst fitu bara útí hið óendanlega, það kemur alltaf að því að maður labbar á vegg og þarf að sýna smá þolinmæði. Finnst bara frekar leiðinlegt að það hafi gerst í 2 vikur hjá mér....mátti ekki alveg við því. En auðvitað gerðist alveg eitthvað í þessar 2 vikur, segi það ekki, en bara ekki nógu mikið. Hlakka til að vita hvað kemur útúr þessu :)
No comments:
Post a Comment