Þá er ég búin að senda frá mér matardagbókina, bíð bara spennt eftir að sjá hvað kemur útúr þessu. Annars líður mér eins og hlutirnir séu farnir af stað aftur hjá mér, sé mun á mér í speglinum og sumar buxurnar mínar farnar að vera víðari á mér, ekki leiðinlegt það :) Hlakka svo til að fara í mælingu á laugardaginn, en þá er vigtun, ummáls- og klípumæling....spennó!!
Merkilegt finnst mér samt að ég er ekkert orkuminni en venjulega, frekar öfugt ef eitthvað er. Þó ég sé að minnka kolvetna-inntökuna (sérstaklega seinni part dags) þá get ég ekki fundið fyrir því. Er alveg að ná að halda þyngdunum mínum á æfingum og næ meira að segja að þyngja í mörgum þeirra. Ég man svo vel eftir því fyrir ári síðan þegar ég var að gera þetta að ég varð svo orkulítil. Fólk hafði orð á því að það langaði bara til að knúsa mig þegar það mætti mér því ég var eins og lítil mús.....alltaf að deyja úr kulda og átti varla orku til að halda uppi samræðum. En það hefur kannski eitthvað með það að gera að þá tók ég mjööög svo extreme kött á mjöööög stuttum tíma (erum að tala um nánast algjört kolvetnasvelti í rúmar 3 vikur - var þar á undan búin að vera að þykjast kötta eitthvað í 9 vikur með svindli sirka annan hvern dag :/ ). Mikið betra að gefa sér lengri tíma og gera þetta á heilbrigðan hátt - mér líður allavega mjög vel núna. Búin að vera að þessu í rúmlega 3 vikur núna og bara einu sinni svindlað......það er svona 500% betri árangur en síðast hehehhe :)
Núna eru 8 og hálf vika í mótið!!!! Pís át :)
No comments:
Post a Comment