Er búin að vera ansi löt að skrifa undanfarið, var bara aðeins að vonast eftir einhverjum viðbrögðum við síðustu færslu minni um sætu strákana í "The vampire diaries". Er því miður búin að horfa á alla þættina sem komnir eru af því (13 þættir) og ætla næst að prófa "Accidentally on purpose" sem eru einhverjir grínþættir með Jennu Elfman í aðalhlutverki. Mér hefur alltaf fundist hún fín, fyrir utan þegar hún leikur leiðinlegu gelluna í Ed TV.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEio22q6-23KeIm5xjeVTITyDB2FK8ceioRQ-8cq5nKUyrR6CPVfpWQJt-O3mYEQN_ELYQW25pm2mUZioPuMYJxTXPv8U1B-YspmKXhgzkHdvm9JcY0FP7dRckPrISsQNN6QVoFxDKPBpGg/s400/Accidentally-On-Purpose-CBS.jpg)
Annars var ég að byrja á nýju æfingaprógrammi í vikunni, geggjað skemmtilegt. Stútfullt af allskonar core æfingum. Fullt af æfingum í TRX, með og á bolta, á einum fæti og fleiri skemmtilegheit. Einnig þessi hér sem er massa erfið og kallast turkish get up. Mæli með henni.
No comments:
Post a Comment