Pages

Saturday, September 26, 2009

Þetta gengur klárlega ekki upp....

Ég sem ætlaði að vera svo dugleg og halda hérna nokkurs konar dagbók um fitness undirbúninginn. Svona líka...... En eins og staðan er núna þá hefur þetta gengið ágætlega hjá mér. Fitu% fer niðrá við, sentimetrarnir fjúka og það er barasta farið að glitta í smá vöðva sem hingað til hafa verið vel faldir undir óvenulega þykkri húð og spéki.

Núna eru 9 vikur í mót og ég er farin að taka mataræðið rækilega í gegn. Prótein er þessa dagana minn aðal orkugjafi, borða nánast eingöngu eggjahvítur, próteinsjeika og kjúklingabringur. En fæ mér sætar kartöflur og ferskt grænmeti svona í bland með til að fá kolvetni líka. Svo er ég að taka fullt af fæðubótaefnum að sjálfsögðu sem öll þjóna sínum tilgangi. Svaka stuð. En mikið rosalega er þetta erfitt!!! Ég er svo mikill nammi, gos og matargrís að ég er bara nánast hugsandi um það 24/7 hvað mig langar í kók, nammi, pizzu eða bara hvað sem er, eitthvað óhollt plís - NÚNA!!! Ef ég næ að halda þetta út og verða keppnishæf í nóv þá ætla ég sko að verðlauna sjálfa mig með útlandaferð og bjóða litlu prinsessunni minni með!!

Það er samt eiginlega ekkert í boði annað en að keppa þar sem ég er komin með nánast allt sem þarf fyrir svona keppni. Er komin með litað bikini, sundbol, skó og er búin að panta svart bikini erlendis frá sem er í póstinum as we speak (eða í saumavélinni kannski). Ég er búin að eyða morðfjár í fæðubótaefni, búin að eyða sjúklega miklum tíma í ræktinni og fæ klárlega ekki nein mömmu-verðlaun í ár þar sem greyjið dóttir mín hefur eiginlega bara þurft að sjá um sig sjálf meðan á öllu þessu stendur. En svo á ég bara eftir að redda mér brúnku, glimmer spreyji og ljósmyndara ooog þá er þetta bara komið. Já eða fyrir utan body-ið auðvitað :)

No comments: