Pages

Tuesday, June 9, 2009

ÍAK einkaþjálfari

Jæja þá er mín bara útskrifuð sem ÍAK einkaþjálfari. Athöfnin fór fram á laugardaginn í Andrews Theater uppá Velli og var rosa flott. Vorum 53 sem útskrifuðust úr einkaþjálfaranáminu og svo rúmlega 100 manns sem útskrifuðust úr Háskólabrú Keilis, sem er svipað dæmi og Frumgreinadeildin sem ég tók uppá Bifröst. Ég náði 8,6 í meðaleinkunn og er þokkalega sátt með það, en sá sem átti hæstu einkuninna hjá okkur var með hvorki meira né minna en 9,7!!!! Þokkalega góður árangur þar á ferð..... Eftir útskriftina buðu mamma og pabbi mér útað borða á Askinn þar sem við fengum okkur 3ja rétta máltíð, það var alveg æði. Svo um kvöldið kíkti ég í útskriftarveislu hjá Siggu vinkonu sem var að útskrifast sem viðskiptafræðingur frá Bifröst, og viti menn....ég fékk mér EKKERT í glas. En ég skemmti mér samt rosalega vel og var ekki komin heim fyrr en um 3 leytið, þrátt fyrir edrú-mennskuna.

Ég er búin að vera að auglýsa fjarþjálfun bæði uppá Skaga og uppá Bifröst og hef fengið rosalega góðar viðtökur, og þá sérstaklega uppá Skaga. Er strax komin með nokkra kúnna og byrja að þjálfa þar á fimmtudaginn. Ég ætla sem sagt að vera alltaf uppá Skaga á fimmtudögum að þjálfa og vera svo í Sporthúsinu hina dagana. Svo ef ég fæ einhverja kúnna uppá Bifröst þá verð ég að finna einhvern dag í vikunni fyrir það í dagatalinu mínu :) En ef þið hafið áhuga á að koma til mín í einkaþjálfun eða fjarþjálfun (geta verið líka 2-4 saman og þá er það ódýrara á manninn) þá endilega hafið samband við mig hér á blogginu, á facebook eða í email: rosasoffia hjá hotmail.com. Líka bara ef þið viljið fá frekar upplýsingar um verð og hvað felst í þessu :)

Annars gengur bara rosa vel hjá okkur Eddu í ræktinni og svona, næsta mæling er núna á fimmtudaginn. Verður spennandi að sjá hvort eitthvað hafi breyst....

1 comment:

Anonymous said...

Frábært hvað gengur vel hjá þér að fá kúnna :) og glæsileg meðaleinkunn!! þú ert auðvita snillingur, get alveg þakkað þér fyrir nokkur kíló að fitu sem eru farin og sömuleiðis fyrir nokkur kíló af vöðvum sem eru komnir ;) Gott að vera tilraunadýrið þitt hehe...

Edda