Það er allt búið að ganga nokkuð vel hjá mér síðustu daga. Fór í viðtalið á mánudaginn og það fór betur en ég hafði vonast til. Fékk fullt af mjög gagnlegum upplýsingum fyrir ritgerðina mína og maðurinn var svo almennilegur að það var alveg frábært. Hann spjallaði við mig um samrunann í næstum því klukkutíma og ég fékk að taka það upp og er núna að pikka viðtalið inní tölvuna mína til þess að það sé auðveldara að koma því inní ritgerðina. Þá á ég bara eftir að fara í eitt viðtal enn og þá þarf ég sennilega ekki að afla mér fleirri heimilda fyrir skrifin. Vonum það allavega.
Í dag fékk ég greitt úr sjóð útskriftarfélagsins. Vá hvað ég var ánægð með upphæðina sem ég fékk. Alveg slatta meira en ég hafði búist við að fá sko. Af þessari fokdýru Mexico ferð þarf ég ekki að borga nema sirka 50 þúsund kall úr mínum eigin vasa. Vúhú. Ekki slæmt það. Núna eru bara 4 vikur í ferðina (það er bannað að segja mér dagana, finnst betra að hugsa um þetta í vikum) sem er alveg bittersweet vegna þess að það þýðir að ennþá styttra er í skilin á ritgerðinni góðu. Dæs. En þetta mun takast að lokum. Þó ég verði að loka mig inni dag og nótt síðustu vikuna fyrir skil, þá mun ég gera það. Þessari ritgerð VERÐUR skilað þann 12. ágúst ALVEG sama hvað það kostar. Og hananú.
Nokkrar sumarmyndir:
Ætti ég kannski bara að halda áfram að skrifa eða eitthvað......
No comments:
Post a Comment