Mikið rosalega var ég fegin í morgun þegar ég vaknaði og sá að það var grenjandi rigning úti. Jess. Loksins get ég farið að skrifa aftur. Ekki það að maður ætti að vita betur og ekki láta góða veðrið stoppa sig í að skrifa þessa BS ritgerð. Ég veit alveg betur - en mér er samt eiginlega alveg sama. Ef það er gott veður, þá bara einfaldlega get ég ekki setið inni að skrifa. Léleg afsökun - ég veit. En svona er þetta bara. Er búin að sitja við tölvuna og bækurnar mínar núna í allan morgun og mér líður ótrúlega vel. Ekkert samviskubit að naga mig núna. Og það er tilbreyting skal ég segja ykkur. Hver einasta mínúta sem ég eyði einhversstaðar annars staðar en við læri-aðstöðu mína þá er samviskubitið að naga mig inn að beini. Ekki gaman að því. Ætla að vera ótrúlega dugleg þessa vikuna svo ég geti kannski sent eitthvað í yfirlestur í næstu viku. Það yrði æði.
Elín Mist kom heim aftur í gær eftir 10 daga sumarfrí með pabba sínum. Mikið rosalega var gaman að fá hana heim aftur. Hún var nú ekkert tiltölulega ánægð með mig þegar ég sendi hana uppí rúm kl 9 um kvöldið. Geri fastlega ráð fyrir því að hún hafi fengið að vaka aðeins lengur í fríinu. En ég verð þá bara að vera vondi kallinn....ekkert við því að gera. Skutlaði henni svo á leikjanámskeiðið í Digraneskirkjunni í morgun, þar sem hún mun dvelja frá 9-16 alla dagana í þessari viku. Gott að hafa svona pressu finnst mér. Verð að vera dugleg til kl 16, því ég get ekki gert mikið eftir það.....
Núna eru bara 25 dagar í New York og 26 dagar í Mexico !!!! Vá hvað tíminn líður hratt. Þetta þýðir að ég hef aðeins 23 daga til að skila ritgerðinni minni. Vá, það er bara alveg sama hvað ég fer að tala um.....það endar alltaf á þessari crap ritgerð. Dæs.
3 comments:
Hæ Rósa
Þetta er ótrúlegt með þessa ritgerð hvað það er einhvern veginn hægt að gera allt annað en að skrifa en samt er maður alltaf að hugsa um þetta :)
Styttist í Mexico en reyndar þá líka í skilin hehe
Kveðja úr Köben, Bryndís
Ég held nú að þú getir alveg slept því að vera með samviskubit :) mér finnst þú allavegana búin að vera ótrúlega dugleg :)
Og þú bara farin að telja niður í dögum :)
Kveðja Magga
oohh mig langar líka til útlanda :( en það á eftir að vera geggjað gaman hjá þér. Svo er bara skrifmaraþon hjá okkur í vikunni. bara massa þetta svo við getum farið að gera eitthvað skemmtilegt.
kveðja Edda
Post a Comment