Pages

Thursday, July 24, 2008

Góðir hlutir gerast hægt

Jæja loksins kom að því. Ritgerðin mín er farin að taka á sig smá mynd. Ég hélt að þessi dagur kæmi aldrei. En þegar ég fór að telja niður að ritgerðarskilum í dögum þá áttaði ég mig á því hversu lítill tími var til stefnu. Ég spýtti því í lófana og er búin að sitja sem tjóðruð hérna við skrifborðsstólinn minn í 3 og hálfan dag. Ég er meira að segja búin að vera að skrifa smá á kvöldin. Enda komin með sirka 7000 orð, búin að vinna úr einu viðtali, undirbúa eitt viðtal og búin að lesa yfir nokkrum sinnum heildina til að laga skrítnar villur sem geta komið þegar maður er að skrifa "in the heat of the moment". Er ekkert má stolt af mér núna. Á mánudaginn var ég nefnilega bara rétt svo í 2500 orðum. Ég ætla að senda í fyrsta yfirlestur á þriðjudaginn þannig að ég ætla að reyna að vera komin með næstum allt efnið í ritgerðina þá. Vona að það takist.

Annars er innflutningspartý hjá mér á laugardaginn. Þannig að þá verður ekkert lært og jafnvel ekki á sunnudeginum heldur (fer eftir heilsufari...) Annars hef ég nú engar krassandi fréttir að færa....

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er allt að koma hjá þér stelpa :) áður en þú veist verðuru búin og við á leið til Mexico :)
Kveðja Magga

Anonymous said...

Ég get nú kannski hjálpað þér smá með þessa ritgerð og þú boðið mér þá með til Mexico...hmm hvernig væri það???? sjáumst á morgun..hlakka mikið til að prufa djammmenninguna í bænum..kveðja Rannveig