Í dag er ég með mestu og skrítnustu harðsperrur sem ég hef á ævi minni fengið. Þær eru bara í aftanverðum lærvöðvunum á vinstri fæti, og svona líka þvílíkt sárar að ég á erfitt með að ganga án þess að haltra. Ástæðan fyrir þessum ofur-harðsperrum er líklegast sú að ég lét vaða uppá Esjuna í gær. Fór reyndar ekki alla leið á toppinn, bara rétt rúmlega stopp nr.4 to be exact, fyrir þá sem hafa farið þarna.
Ég einfaldlega bara þorði ekki lengra upp, er mest lofthræddasta manneskja í heimi og að klífa fjallstind í lausamöl er ekkert ofarlega á mínum lista yfir "things I like to do". Þannig að ég varð bara að játa mig sigraða. Það var líka þoka þarna uppi þannig að maður sá varla fram fyrir sig.
En við vorum varla byrjuð að rölta til baka þegar það byrjaði þessi massíva rigning. Og Rósa ekki í neinum regnfötum. Bara í venjulegum bómullar-íþróttabuxum og síðermabol og íþróttaskóm. Já, kæru lesendur, það var ekki þurr blettur á mér þegar niður var komið. Þar sem ég var svo ekki með nein með föt til skiptanna var ég í blautu fötunum í slatta tíma eftirá. Án gríns þá var ég farin að skjálfa vel inn að beini og varirnar mínar orðnar örlítið bláleitar.
Þegar ég kom heim þá fór ég í sjóðandi heita sturtu og var þar í dágóðan tíma. Svo klæddi ég mig í mikið af þykkum fötum og lagðist uppí sófa með sæng og heitt kakó. Mmmmmm.......það var bara svoooooooo notalegt. Sennilega hef ég bjargað sjálfri mér frá því að vera lasin með þessu uppátæki.....Víííí.
Þrátt fyrir harðsperrurnar mætti ég alveg galvösk í ræktina í dag. Ég sleppti reyndar að hafa Body Pump tímann þar sem ég var ekki alveg að treysta mér í hnébeygjurnar, og allir gerðu bara sínar æfingar í staðinn. Það er líka alveg ágætt.......
En jæja, komið ágætt.
Sjáumst seinna......
7 comments:
Get vel trúað því að þú sért með harðsperrur eftir þessa göngu !! En ohhh mig langar svo með ykkur í bústaðinn, damn this work thingy, hefði bara átt að vera í skólanum í sumar !! :)
Kv. Miss Black Eye
tsting testing :)
Taka 2 :p
Hahahah vei tókst !! :)
Jæja til hamingju með þennan áfanga í lífi þínu ég kalla þig góða og alveg spurning um að ég komi með næst :)
Verð náttla að prufa með nafni hehe þýðir ekkert annað nema nú prufa ég nýtt
kræst ég hélt að ég myndi ekki meika þetta, en harðsperrur fékk ég ekki, en vonandi verð ég í betra formi næst þegar við förum, kv Rannveig
Post a Comment