En ég fékk alveg nóg af þessum lærdómi um 3 leytið og ákvað að segja þetta gott, var að deyja úr hungri og komin með dúndrandi hausverk. Þó svo að ég sé búin að vera í skólanum í allt sumar, þá hef ég ekki lært svona mikið á einum degi í laaaaangan tíma. Ég fór í ræktina einungis af skyldurækni, en þar sem ég var eins og eldgömul kona að skíta í brækurnar þar, þá gafst ég upp og fór heim. Er búin að liggja uppí sófa síðan að horfa á Scrubs á milli þess sem ég er búin að vera að dotta.
Ég veit ekki af hverju ég var svona lengi að uppgötva Scrubs, og hvað þetta eru miklir snilldar þættir. Mér finnst Dr. Cox vera lang skemmtilegasta persónan í þáttunum, hann er eitthvað svo bitur út í lífið og allir eru svo ómögulegir og eru einungis til staðar til að gera honum lífið leitt....
Elín Mist er að fara til Mallorca með mömmu og pabba í nótt og verða þau þar í heilar 2 vikur. Ég er því barnlaus hérna í sveitinni, en þar sem ég er í áfengisbindindi þá verður sá tími ekki nýttur í eitthvað djamm og rugl. Ætla að nota þennan tíma frekar til að gera það sem mig langar alltaf að gera þegar Elín er heima, en get það ekki. Eins og til dæmis að þurfa ekki að hafa kvöldmat, geta lagt mig þegar ég vill og eins lengi og ég vill og fleira í þeim dúr. Næs. Á nú samt eftir að sakna þess að hafa hana ekki hérna, er soldið einmannalegt án hennar. Á meðan verður hún bara að "having the time of her life" í útlöndunum. Gaman gaman.
Jæja, ætla að horfa á meira Scrubs, Síjú leiter
2 comments:
Snilldarþættir!!!
Kv.Sigga
Vá nú verð ég bara að fara að horfa á Scrubs sko þetta gengur ekki lengur hehe en fréttir af mér við ætlum að skella okkur til Mallorca í 2 vikur í ágúst jeeee gaman hjá mér hehehe jæja hafðu það gott um helgina sæta sé þig á mánudaginn :)
kv, Zanný
Post a Comment