Pages

Thursday, June 28, 2007

Hjálp

Ekki vill svo skemmtilega til að einhver sem les þetta annars ágæta blogg mitt hafi reynslu í því að panta vörur erlendis frá í gegnum netið? Ég hef aldrei gert þetta áður en fyrir heilum 20 dögum síðan pantaði ég mér ógó krúttilegan bol frá naketano, og var þá gefið upp að sendingartími væri um 3-4 dagar, en ég hef ekki ennþá fengið neitt. Finnst þetta frekar óþægilegt.....skil ekki af hverju þetta er svona lengi að koma. Hvernig er venjan með svona sendingartíma????

Leiðin liggur líklegast á Hellu á morgun, eða einhversstaðar þar nálægt að minnsta kosti.
Próf frá 9-12, Body Pump kl 13 oooog svo verður bara lagt í hann.
Ætla svoooo að koma við í Intersport og kaupa mér svona buxur eins og eru framan á bæklingnum sem ég fékk frá þeim áðan........alveg ekta útilegubuxur....hehehe. Vííí

Best að halda áfram að læra undir prófið.....
Síjú leiter

4 comments:

Anonymous said...

Þessar sendingar geta verið lengi að koma til landsins... það fer soldið eftir því í hvaða sendingarflokk þú lætur vörurnar. Ef að þær koma með skipi geta sendingarnar alveg verið í 3-4 vikur að koma en ef þú lætur þetta í hraðsendingu er þetta vanalega komið eftir 3-5 daga með bíbí flúgvél.


svo er líka spurning að varan hafi ekki verið til á lager... spurning um að tékka á því hvort að það hafi verið dregið út af kortinu hjá þér...

Anonymous said...

það er ekki eðlilegt að það taki heila 20 daga, þessar buxur eru bara góðar á forsíðunni. En vonandi getum við skellt okkur eitthvað út fyrir bæjarmörkin fljótlega, kv Rannveig

Anonymous said...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Se você quiser linkar meu blog no seu eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. (If you speak English can see the version in English of the Camiseta Personalizada. If he will be possible add my blog in your blogroll I thankful, bye friend).

Anonymous said...

Hei mér finnst vera farið að gæta bloggleysis á þessari síðu ásamt myndaskorti !! huhummm....!!! =)
Skemmtilegur þessi rodrigo vinur þinn, geri ráð fyrir að þú skiljir nottla allt sem hann er að segja hehe ;) Takk annars fyrir alveg frábæra útilegu ;) ég er enn þunn by the way og það er mánudagskvöld fjúfff :)

Steinunn róni :p