Pages

Wednesday, June 27, 2007

Skólaleiði..

Er komin með svo mikinn skólaleiða þessa dagana að allur metnaður sem ég hef nokkurn tímann búið yfir er gjörsamlega horfinn. Venjulega byrja ég á verkefnum um leið og þau eru sett fyrir og er að dútla í þeim þangað til skilafrestur er, en neeeiiii ekki núna sko. Ég þoli ekki þegar ég verð svona. Er að borga morðfjár fyrir að vera í þessum skóla og mér á ekki að vera bara alveg sama. Ætla að fara í burtu um helgina og vera aðeins úti í náttúrunni og vonandi kem ég svo fersk til baka og tilbúin til að takast á við næsta áfanga.

Ég er sumsé að fara í útilegu næstu helgi. Ætla að fara með Elínu mína eitthvert með krúttilega kúlutjaldið okkar og nesti.....alvöru útilegu sko. Áfangastaðurinn hefur ekki verið ákveðinn ennþá, þar sem stefnan er einfaldlega tekin þangað þar sem veðurspáin verður best. Magga og fjölskyldan hennar eru öll að fara á húsbíl eitthvert, og ef þau fara ekki of langt útá landið þá ætlum við barasta að tjalda hjá þeim. Þetta kemur allt saman í ljós á föstudaginn allavega....

Hlakka svoooo mikið til þegar skólinn er búinn. Þá liggur leiðin beint í sumarbústað með Möggu og fleirum á Illugastöðum í eina viku. Rosalega flottur bústaður með heitum potti og svona. Þarf reyndar að flytja frá Bifröst um miðjan ágúst og koma allri búslóðinni minni einhversstaðar fyrir.....hmmmm....gæti orðið smá vandamál þar. En svo er það bara Krít - Ísland - Prag. Veivei....svoooo skemmtilegir tímar framundan!!

Held að það sé komið ágætt af röfli hérna í bili,
Síjú leiter

No comments: