Pages

Tuesday, December 22, 2015

You do you boo!

Ég skrifaði þennan status í dag á facebook síðuna mína og fékk rosalega góð viðbrögð við honum:

Einu sinni tók ég það alltaf smá nærri mér þegar fólk gerði grín af mér fyrir að taka selfies í ræktinni eða fyrir að vera að blogga eða fyrir að vilja keppa í fitness...en svo er ég búin að komast að því (með aldrinum) að það er alveg sama hvað maður gerir, það eru alltaf einhverjir sem gera grín af því. Og mér er bara alveg sama! Mér finnst það segja meira um fólkið sem gerir grín eða skýtur inn óviðeigandi og móðgandi kommentum, heldur en það segir um mig! engin er verri þó hann taki selfie hahah„

Ástæðan fyrir þessum status var þó ekkert diss sem ég hef fengið nýlega, ég fékk bara allt í einu löngun til að tala um þetta. En ég fæ samt af og til einhver leiðindakomment um þessa hluti. Meira að segja frá fólki sem stendur nálægt mér. Það fannst mér alltaf mest leiðinlegt og tók vel og lengi mjög nærri mér og fór að blokka ákveðna aðila við statusa og myndir sem ég setti á facebook því ég var að forðast að fá þessi leiðindakomment. Svo einn daginn ákvað ég að hætta þessu. Ég ætla ekki að eyða mínum tíma í að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um mig. Mér líkar bara alveg ágætlega vel við sjálfa mig og veit að ég er alltaf að reyna mitt besta í að gera það sem ég geri vel. Ef einhver hefur löngun til að dissa það sem ég er að gera eða segja, þá er það alfarið þeirra mál, ekki mitt. Ég get ekki breytt hugsunum annarra, en ég get breytt mínum.

 
 

 Ég er á mjög góðum stað í lífinu núna; andlega, líkamlega og fjárhagslega, og ekki er það vegna þess að ég gerði ekki neitt. Það er vegna þess að ég gerði mig sýnilega og reyni að grípa öll tækifæri sem ég fæ til að geta bætt mig. Ég er að blogga, ég er með 2 like síður á facebook (aðra fyrir þjálfunina og aðra fyrir bloggið), ég er með opinn snapchat aðgang og ég er með opið instagram - og ég er alveg frekar virk á þessum miðlum. Sem þjálfara, þá hefur þetta allt saman hjálpað mér gífurlega mikið að koma mér á framfæri. Ég hef þurft að vísa fólki frá, þar sem ég var orðin fullbókuð í þjálfun. Þetta myndi ekki gerast ef ég væri að hugsa um hvað „Gunna“ finndist um að ég væri að setja inn þessa mynd af mér á instagram eða tala um þetta á snapchat eða whatever. Ég tala um allt sem mig langar til og sýni það sem mig langar. Þeir sem eru að fylgjast með mér vita vel að ég er aldrei óviðeigandi eða með sýndarmennsku eða neitt þannig, ég er bara ég og það er sko ekkert til að skammast mín fyrir!!!
 
 
Ég hef séð færslur hjá öðrum bloggurum þar sem þeir skrifa um þetta nákvæmlega sama, að fólk sé að gera grín af þeim fyrir bloggið og gera lítið úr því. Margir sjá sig knúnan til að setja fram ástæður af hverju þeir eru að blogga og svo framvegis! En hverjum er ekki sama? Af hverju má „Jóna“ ekki blogga ef hún vill það? Þó svo að hún hafi jafnvel ekkert merkilegt að segja! Það er öllum frjálst að blogga um hvað svo sem þeir vilja og það er ekki okkar að dæma! Þeir lesa sem vilja og aðrir geta bara lesið eitthvað annað. Ég hef aldrei skilið þessa þörf fyrir að þurfa að setja út á það sem aðrir vilja gera.

En munum bara að það er okkar eigið álit á okkur sjálfum sem skiptir máli. Ef við hugsum vel til okkar og erum okkar besti vinur, þá skiptir álit annarra ekki máli!
 
 
 
xx
Rósa

Wednesday, December 16, 2015

Hvít jólatré

Einu sinni fannst mér hvít jólatré alveg hrikalega ljót. En nú þrái ég ekkert heitar en að skundast útí búð og kaupa mér eitt slíkt! Ég og Elín höfum aldrei verið með jólatré heima, enda erum við ekki mikið heima hjá okkur um jólin, en það er aldrei að vita nema það muni breytast þetta árið. Þ.e.a.s. ef ég finn eitthvað fallegt tré sem kostar ekki einn handlegg eða svo. Ég hef aldrei skoðað hvít jólatré í verslunum því eins og ég sagði, þá fannst mér þau alltaf ljót, svo ég hef ekki hugmynd á hvaða verði þau eru. En ég er allavega ótrúlega spennt fyrir því að næla mér í eitt svona, finnst þau bara alveg ótrúlega falleg og elegans!
 





Það skiptir náttúrlega miklu máli hvernig tréið er skreytt, það er auðveldlega hægt að gera þau tacky. Ég er soldið skotin í gylltum og rauðum skreytingum, en svo eru bláu og fjólubláu litirnir líka rosa sætir á svona hvítu tréi, en mér finnst það kannski ekki alveg eins jólalegt.
 
Hvað finnst ykkur um svona hvít jólatré og hvernig mynduð þið skreyta ykkar tré?
 
xx
Rósa

Tuesday, December 15, 2015

Smá persónulegt....

Ég hef verið að fylgjast með ungri stúlku á snapchat sem heitir Kamilla. Hún var með svona motivation snap líkt og ég, þar sem hún leyfir manni að fylgjast með sínum lífstíl, mataræði og hreyfingu. Mér fannst það skína í gegn strax þegar ég byrjaði að fylgjast með henni hvað þetta væri indæl og góð stelpa, og þar að auki alveg rosalega dugleg og klár. Hún var um daginn í London með fjölskyldu sinni og leyfði okkur á snap að fylgjast með því sem hún verslaði og borðaði úti, en svo heyrðist ekkert frá henni í 2 daga eða svo, sem var heldur óvanalegt hjá henni. En svo birti hún á þriðjudagskvöld fyrir viku síðan, að mig minnir, nokkur myndskeið þar sem hún sagði frá því sem gerðist. Hún hafði lent í bílslysi með fjölskyldunni sinni á leið heim af flugvellinum og var mikið slösuð. En hún samt hugrökk að koma inná snapchat og segja frá því, greinilega alveg sárkvalin og gráti nær. Mér fannst hún þvílík hetja! Ég vissi ekki af hverju þetta fékk svona á mig en ég grét bara með henni þegar hún var að segja frá þessu og vildi svo óska þess að ég gæti gert eitthvað fyrir hana. Ég áttaði mig ekki á því af hverju þetta fékk svona á mig strax. Maður heyrir nú oft fréttir af ókunnugu fólki sem lendir í slysum og öðru slíku, en maður hættir nú fljótlega að hugsa um það og heldur áfram með líf sitt, eins og gengur. En ég gat bara ekki hætt að hugsa um hana Kamillu, liggja þarna sárþjáða á sjúkrahúsinu, þar sem einungis nánasta fjölskylda mátti heimsækja hana, en þar sem hennar nánasta fjölskylda lá líka á sjúkrahúsinu, þá var ekki mikið um gesti. Mér fannst þetta bara svo hræðilegt og ég fann svo innilega mikið til með henni.

Það var ekki fyrr en soldið seinna sem ég áttaði mig fyllilega á því af hverju ég tók þetta svona nærri mér. Þegar ég var 19 ára þá missti ég bestu vinkonu mína í bílslysi. Ég var ekki viðstödd þegar það gerðist og gat þar af leiðandi aldrei gert neitt fyrir hana né kvatt hana. Fékk bara fréttirnar eftir á, um að hún væri látin. Þó svo að Kamilla sé alls ekki á dánarbeðinu eða neitt slíkt og ég í rauninni þekki hana ekki neitt, þá bara einhvernveginn fékk þetta svona á mig og minnir mann á það að lífið og heilsan er dýrmætt, við megum aldrei gleyma því J


Ég vona bara að Kamilla jafni sig sem fyrst og mun fylgjast spennt með batanum hennar á snapchat. Ef þið viljið fylgjast með þessari duglegu stelpu þá er snappið hennar: Kamillafitness 

xx
Rósa

Friday, December 11, 2015

Úr einu í annað

Ég vissi að ég myndi enda á því að kaupa mér sjálf megnið af hlutunum á óskalistunum mínum, er nú þegar búin að kaupa mér þrennt af því sem ég óskaði eftir! Ég er svo mikið þannig, ef mig langar í eitthvað, þá fæ ég mér það yfirleitt bara fljótlega sjálf. Ég er alltof óþolinmóð til að fara að bíða eftir að einhver myndi gefa mér það. Enda fæ ég aldrei nema 2 jólagjafir og 2 afmælisgjafir á hverju ári, svo ég myndi þurfa að bíða ansi lengi með að fá allt sem mig langaði í…. En auðvitað kaupi ég samt ekki alltaf allt sem mig langar í, ekki misskilja, ég reyni nú að hafa þetta allt innan nokkuð skynsamlegra marka. Þó ég kaupi nú reyndar örugglega aðeins meira en ég ætti að gera, en það er nú önnur saga! 
Ég og Elín Mist erum búnar að vera að tala um að gera okkur markmiðalista fyrir árið 2016. Þá á ég við að við skrifum niður hluti sem okkur langar að gera það árið og þá verður það svo markmiðið að reyna að klára sem flesta hluti á listanum fyrir lok ársins. Ég hef aldrei sett mér einhver sérstök áramótaheit og ætla ekki að fara að byrja á því núna, vill frekar setja mér markmið um hluti sem mig langar til að hrinda í framkvæmd. Ég mun svo allavega birta mín markmið hérna á blogginu þegar þau eru tilbúin, sjáum til hvort Elín leyfi mér að birta hennar líka.
 
Annars var ég heima í 2 daga í vikunni frá vinnu. Það kemur alltaf í kringum þetta mánaðarlega hjá mér svona veikindi þar sem ég bara er að farast úr mígreni, beinverkjum og síþreytu! Ég er nýbúin í skoðun og blóðprufu hjá lækni og er hin allra heilbrigðasta og skortir engin vítamín né steinefni, svo ég bara veit ekki hvað er að mér eiginlega. Þetta er farið að vera verulega pirrandi. En ég á allavega ógeðslega flottan Súperman onsie sem hjálpar mér að "þykjast" vera töff á svona dögum ;)

Keypti mér þennan á Aliexpress og ELSKA hann!!!!
Við mæðgur versluðum svo helminginn af jólagjöfunum um síðustu helgi. Vá hvað við vorum búnar á því eftir það! Það tekur heilmikið á að eyða 3 klukkutímum í jólaösinni í Kringlunni á sunnudegi! Ég lagðist bara í sófann þegar ég kom heim og sofnaði. En svo pökkuðum við inn gjöfununum um kvöldið og erum alveg hæst ánægðar með útkomuna! Ég elska að gefa fallega pakka! Við klikkuðum reyndar á að kaupa merkimiða og kláruðum pappírinn og slaufurnar svo við þurfum að skella okkur í Hagkaup við tækifæri og kaupa meira af þessu. Held að þetta sé einn fallegasti jólagajafa pappír sem ég hef séð! Mæðgurnar í Hamraborginni erum að minnsta kosti ástgangnar af honum!


Fallegi pappírinn
 xx
Rósa

 

Monday, December 7, 2015

Einkaþjálfari í einkaþjálfun

Við Auður vorum að byrja í einkaþjálfun hjá Jimmy í Pumping Iron núna í byrjun des. Við erum búnar með fyrstu vikuna núna og það er ekki laust við smá stress í manni fyrir hvern tíma, því hann er ekkert endilega að reyna að vera nice og lætur okkur alveg hiklaust gera 100-300 endurtekningar af æfingum. En mig langaði í challenge. Ég vildi ekki bara fara í fjarþjálfun, því ég kann alveg að búa til æfingaplön og ég kann að borða, en stundum langar manni bara að láta einhvern ganga alveg frá sér á æfingum til að geta náð hámarks árangri!


Tókum fótaæfingu á föstudaginn og erum enn með harðsperrur!!!

Kannski er einhverjum sem finnst asnalegt að einkaþjálfari fari í einkaþjálfun eða fjarþjálfun, en stundum er bara svo gott að geta verið á æfingu og þurfa ekkert að vera að hugsa um hvað maður er að gera og fá að vera bara í "fríi". Maður er líka svo oft blindur á sjálfan sig, utanaðkomandi getur séð nákvæmlega hvað það er sem maður er að gera rangt og hvað maður þarf að bæta og hvaða vöðvahópa maður þarf að vinna helst með, og svo framvegis.

Núna eru 16 vikur í mót og ég er alveg gríðarlega spennt. Hugurinn og metnaðurinn er á réttum stað og það gengur bara rosalega vel. Ég ætla að mæta í mínu besta formi og gera mitt allra besta til að næla mér í bikar. Þetta verður mitt fimmta mót, sem er alltof mikið miðað við að ég hafi samt aldrei komist á pall. En mér hefur bara aldrei tekist að ná mér vel niður í fituprósentunni og verða skorin. Ég meika ekki afsakanir, eeeeen ég hef samt alltaf verið svona feit í mér, þó ég hafi alla tíð verið grönn. Þegar ég fór fyrst á ævi minni í fitupróstentumælingu, þá 23 ára gömul rétt um 55 kg þá mældist ég samt næstum því 30% fita og konan sem var að mæla mig trúði ekki sínum eigin augum og mældi mig oft og mörgum sinnum. Húðin mín er mjög þykk og mjög erfitt að klípa í hana, þrátt fyrir að ég sé dugleg að drekka vatn, hreyfi mig reglulega og borða hollt 95% af tímanum. Ég fór í blóðprufu í daginn því ég var svo viss um að það hlyti að vera eitthvað í skjaldkirtlinum hjá mér, en svo er ekki, ég er eins heilbrigð og hægt er að vera! Það voru fleiri atriði skoðuð og ég er bara í topp málum all around! Svo að ég verð bara að bíta í það súra epli að ég þarf greinilega bara að hafa svona mikið fyrir þessu og leggja EXTRA mikið á mig, og vera ÞOLINMÓÐ!!!! og það ætla ég svo sannarlega að gera núna ,og taka þennan keppnisundirbúning með trompi. Vá hvað ég er spennt að sanna fyrir sjálfri mér að ég geti þetta!
Mitt besta form í nóv 2014 - verður vonandi bætt í mars 2016

Ég mun blogga um þetta allt saman og er líka dugleg á instagram og snapchat undir notendanafninu rosasoffia. Það er allt opið hjá mér þannig að það geta allir fylgst með sem hafa áhuga.

Ég er búin að semja við Líkama og Lífstíl og þau ætla að styrkja mig í þessum undirbúning. Ég fæ góðan afslátt af vörum hjá þeim og get einnig boðið öllum mínum kúnnum uppá 25% afslátt hjá þeim að auki!!! Líkami og lífstíll selur Sci-mix fæðubótaefnin og eru með mjög gott úrval af vörum. Ég mæli alveg eindregið með þessum vörum og hlakka til að fara með fötin mín í merkingu og geta auglýst þá betur til að þakka fyrir stuðninginn J


 
 xx
Rósa
 

Wednesday, November 25, 2015

Óskalisti vol 2

Ég fékk kvörtun frá dóttur minni um að það væru alltof fáar vörur á óskalistanum sem ég gerði hérna á blogginu um daginn innan hennar budget-ar. Svo ég skellti að sjálfsögðu bara í nýjan, sem hún getur þá kannski nýtt sér þegar hún fer að versla handa mér jólagjöfina í ár :)
Barry M. - Satin lip paint í Berrylicious (Fotia.is)

Bluethooth hátalari fyrir síma (fæst á Hópkaup, Elko og fleiri stöðum)

Blóðþrýstings- og púlsmælir (fæst á Hópkaup og kannski Elko?)

Make up store - China red

Coffee scrub (fæst á Alena.is)

Gel eyliner frá Inglot, grænan, bláan, svartan, fjólubláan....whatever. Langar í þá alla!

Real techniques svamp - fást í Hagkaup til dæmis

Bókina The secret - Leyndarmálið
Kannski hjálpaði þetta líka einhverjum að fá hugmyndir um hvað þeir geta óskað eftir í svona "ódýrari" jólagjafir :)
 
xx
Rósa

Friday, November 20, 2015

Óskalistinn minn

Núna er maður heldur betur að komast í jólaskapið. Jólalögin farin að hljóma á útvarpsstöðvunum, jólaskrautið komið upp í vinnunni og kuldinn heldur betur mættur á svæðið. Þá er náttúrulega bara tilvalið að láta sig dreyma inni í hlýjunni um allt það sem manni langar í.

Ég fæ alltaf ósköp fáar jólagjafir, svo að ég er nú ekki að búast við að fá eitthvað á þessum lista í jólagjöf, enda líklegast á því að kaupa mér þetta flest allt sjálf einn daginn hehe, en það sem er efst á óskalistanum mínum at the moment er þetta hér.

Beauty blender - því að minn hvarf sporlaust um daginn....

Calvin Klein náttfatasett - frá Isabella undirföt

Freddy leðurbuxur

Gucci guilty - elska þennan ilm

Ma-ga stál og silfur úr - svo fallegt

Mac viva glam

Morphe 35T

Pink vatnsbrúsa úr Leyndarmál - I hate running (yes I do!)

Bold metals real techniques bursta

Þessar Reebok æfingabuxur eru sjúkar!

Búið að langa svo lengi í þessa Reebok skó, þeir eru bara aldrei til í mínu númeri!!!

Vantar svona Reebok æfingatösku með fullt af hólfum :)

Geðsjúkar æfingabuxur úr Vaxtarvörum! oh so pretty :)
 
Ég gráðug???? neeeeeiiiiiii
 
xx
Rósa

Thursday, November 19, 2015

Bossa -kreisíness-æfing

Ég póstaði á snapchat um daginn mynd af mjög góðri bossa-æfingarútínu sem ég tók, en þar sem ég var ein á æfingunni þá gat ég ekki tekið upp myndbönd af æfingunum, en birti í staðinn yfirlit yfir æfingarnar og bað ykkur um að screenshota ef þið vilduð sjá myndbönd. Ég fékk vægast sagt góðar undirtektir og það voru 226 sem tóku screenshot. 



Þannig að um leið og æfingarfélaginn minn hún Auður komst í pásu frá próflestrinum tókum við æfinguna saman og birtum myndböndin á snapchattinu mínu. Það voru all margar sem tóku einnig screenshot þá af æfingunum svo að það er nokkuð ljóst að það er mikill áhugi fyrir þessari æfingu (og líklegast bara skemmtilegum bossa-æfingum yfir höfuð), og því ákvað ég að setja hana upp hérna í blogg færslu líka, með myndböndunum. Ég er btw búin að taka þessa æfingu núna tvisvar sinnum sjálf og get lofað ykkur 3ja daga harðsperrum ef þið gerið hana rétt haha J

Nokkrar stelpur hafa prófað æfinguna líks og sent mér skilaboð á snappinu um hversu æðisleg þeim fannst hún. Mér finnst svo ótrúlega gaman að fá svona skilaboð frá ykkur að þið trúið því ekki, gerir alveg daginn minn.

Ég ætla að hafa þetta að svona vikulegum “viðburði” á snappinu mínu, sem mun þá heita “æfing vikunnar”, og þið fáið þá að velja hvaða vöðvahópur verður fyrir valinu í hverri viku, ég mun svo taka æfinguna upp á snapchat og gera svo svona bloggfærslu í kjölfarið.

En hér er allavega æfingin:

Bossa-kreisíness!!

Byrja æfinguna á 5 mínútna göngu í stiganum

Fyrsta æfingin er Bulgarian split squats. Það þarf að hafa fremri fótinn nógu framarlega þannig að þegar þú beygjir hnéið þá fer það ekki langt fram fyrir tær. Farðu eins neðarlega og þú getur. Þessi æfing er framkvæmd 4x15 á hvorn fót.



Næst er supersett, það þýðir að þá eru framkæmdar 2 æfingar til skiptis án hvíldar. Önnur æfingin er 4x25 gleið fótapressa í tæki, hafið alveg eins breitt bil á milli fótanna og tækið leyfir (og hafa fæturnar eins ofarlega eins og tækið leyfir líka), og hin æfingin er liggjandi mjaðmapressa á öðrum fæti 4x25 á hvorn fót, sjá myndband:



Næsta supersett var afturspörk í vír (glute kickbacks í cable) með bogið hné 4x15 á hvorn fót og bekkjarhopp á milli 4x20.






Næsta supersett var svo cable pullthrougs (sjá myndband hér fyrir neðan) 4x20. Þessi er mjög góð fyrir aftanverð læri og rass og tekur örlítið á mjóbakinu líka. Passa að kreista vel rassinn í efstu stöðu. Á móti var svo hamstring curls á bolta 4x20, en ég hef greinilega gleymt að vista myndbandið af því svo þið getið kíkt á myndband af þeirri æfingu á youtube hér.


Síðasta supersettið er svo standandi afturspörk í vír 4x15 á hvorn fót á móti 4x20 stiffed legged deadlifts með handlóðum. 



Síðasta æfingin var svo hliðarspörk í vír 4x15 á hvorn fót. Ég hef ekki heldur vistað hjá mér myndbandið af þeirri æfingu svo ég birti bara eitt gamalt sem ég fann :)



Gjörið svo vel J

Endilega látið mig vita ef ykkur líkar þessi færsla og viljið sjá fleiri í þessum dúr, með því að læka eða kommenta á færsluna, mér þætti alveg ofsalega ofsalega vænt um það J

Wednesday, November 11, 2015

Shopaholic

Eru fleiri en ég sem geta algjörlega misst sig í að panta á netinu? 

Ég er orðin alveg plága hvað þetta varðar og er ég þá allra verst á Ali express. Ég panta kannski 5 hluti í einu, allt frá sitthvorum seljandanum, svo að maður er að fá pakka í póstkassann eða á pósthúsið alveg hægri vinstri og alltaf líður mér eins og ég sé að fá gjöf, því ég veit aldrei hvaða hlut ég er að fá í hvert skipti. Hingað til hef ég ekki lent í að þurfa að borga nein auka gjöld af þessum sendingum, nema um daginn þegar ég pantaði af Make up Geek, þá þurfti ég að borga eitthvað smotterí.

Það er hægt að gera alveg ótrúlega góð kaup á Ali samt, ég keypti til dæmis 2 stk af Mary Lou-manizer fyrir okkur Elínu um daginn, og þó þeir hafi verið sirka mánuð á leiðinni, þá borgaði ég ekki nema um 5 dollara fyrir stykkið og ekkert í sendingakostnað. Við erum líka búnar að panta okkur jólafötin þarna, allskonar make-up, make-up bursta og svo var ég að versla núna á 11-11 útsölunni púlsmæli fyrir ræktina (á 29 dollara takk fyrir bless) og sitthvað fleira. Hérna er brot af þeim vörum sem við mæðgur erum að bíða eftir núna:

Elín Mist pantaði sér þetta sett

Púlsmælir handa mér í ræktina

Jólakjóllinn minn (ef hann passar)

Ég get ekki beðið eftir að fá þennann!!! Pantaði bláa 

Neoprene svita föt til að svitna meira í brennslu....ójá!!!

Sætt úr :) 

Ég fór um helgina og bætti tveimur nýjum tattoo-um í safnið mitt. Núna er ég þá komin með sex. Ég fékk mér annars vegar stjörnu á úlnliðinn sem er tileinkuð henni Elínu minni, litlu stjörnunni minni. Hún elskaði að láta mig syngja Maístjörnuna fyrir sig þegar hún var lítil (og hún ljómaði alltaf svo mikið þegar ég söng: “ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín”), þetta er klárlega lag sem mér mun alltaf þykja vænt um. Svo fékk ég mér líka tattoo á rifbeinin, það stendur “free” og svo er fugl að fljúga í burtu. Þetta tattoo snýst soldið um það að ég ákvað að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst um mig og það sem ég geri, ég tók mig soldið í gegn (andlega) í lok sumars og ákvað að ég ætla bara að gera það sem mig langar að gera og eltast við drauma mína, sama hvort öðrum finnist þeir asnalegir eða óraunhæfir. Mér fannst ég öðlast visst frelsi við þetta, var mjög notaleg tilfinning :)




Um helgina ætla ég svo að setja inn hérna mjög góða bossaæfingu og láta myndbönd fylgja með :)
Stay tuned

xx
Rósa

Friday, October 23, 2015

Hugarfar

Það eru nokkur lykilatriði sem er gott að tileinka sér þegar maður vill ná árangri í einhverju og þá skiptir alls ekki máli í hverju. Þau atriði sem ég myndi segja að væru allra mikilvægust að fara yfir hjá sér og reyna að bæta eru:
  • Hugarfar
  • Skipulag
  • Markmiðasetning
Ég skrifaði aðeins um markmiðasetningu í síðasta pósti hérna á blogginu og er oft að koma inná skipulag, en er með nýja færslu um skipulag í huganum sem kemur líklega hérna inn í næstu viku. En í dag ætla ég að tala um hugarfar og mikilvægi þess til að ná árangri.


Hugurinn er svo ótrúlega skrítið fyrirbæri, og mjög svo sterkur valdaþáttur í því hvernig okkur líður, hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig við tæklum allar þær hindranir sem verða á vegi okkar. Það gæti kannski hljómað ofur einfalt, en maður þarf bara að tileinka sér jákvæðni. Takast á við öll vandamál með jákvæðni og hugsa í lausnum, en ekki búa til meira mál úr hlutum en þarf að gera. Ég er alls ekki að segja að maður eigi að vera kærulaus og hugsa “þetta reddast”, það er allt annar handleggur og má ekki rugla saman. Það er ekki gott að vera of kærulaus, það kemur og bítur í rassinn á þér seinna meir. 


Tökum þetta út frá því að þú viljir taka þig á í mataræðinu, fara að hreyfa þig en hefur hingað til mistekist, af einhverjum ástæðum. Fyrsta sem þú þarft að gera er að hugsa að ÞÚ getir þetta - alveg eins og Jóna eða Gunna útí bæ gátu það. Ekki hugsa um allan óholla matinn sem þú mátt ekki borða, ekki hugsa að þú ÞURFIR að mæta í ræktina eða hvað þú getir hangið minna yfir sjónvarpinu því þú þarft að nesta þig fyrir næsta vinnudag. Hugsaðu frekar um allan góða og holla matinn sem þú getur borðað, skoðaðu hugmyndir á netinu um hvernig þú getur gert holla matinn þinn spennandi. Finndu hópatíma, ræktarfélaga, einkaþjálfara eða eitthvað sem gerir ræktina að tilhlökkunarefni, en ekki skyldu. Þegar þú ferð í svona lífstílsbreytingu þá er jákvæðni svo mikilvæg, því þú munt fá endalaust mikið af gagnrýni úr öllum áttum og það er eitthvað sem maður má ekki láta á sig fá. Þú ert að gera þitt besta og ert að gera þetta fyrir þig, engan annan, þannig að það er lang best að láta þær um eyru þjóta og sýna engin viðbrögð. Alls ekki leggjast á sama level. Það er enginn það hátt setinn að hann geti farið að gagnrýna hvað samstarfsfélagar eða skólafélagar kjósa að hafa með sér í nesti. Sitt sýnist hverjum. En einhvernveginn finnst fólki alltaf í lagi að gagnrýna þá sem er með holla nestið, og maður þarf bara að brosa og og hugsa með sér að maður viti betur. Ég hef fengið að heyra hvað kjúklingaáleggið mitt sé óhollt á meðan manneskjan borðaði vínarbrauð. Það má ekki láta svona athugasemdir draga úr sér.

Hugsaðu jákvætt, berðu höfuðið hátt og vertu stolt af því sem þú ert að gera :) 



Hver dagur er gjöf, svo við skulum gera það besta úr hverjum og einum, þannig komumst við nær og nær markmiðum okkar með hverjum degi sem líður :) 


xx
Rósa

Monday, October 19, 2015

Markmiðasetning

Ég elska þegar maður getur byrjað sáttur nýja vinnu- og æfingaviku eftir góða helgi. Ég byrjaði laugardaginn minn á mjög góðri fótaæfingu niðrí Reebok Fitness í góðum félagsskap, tók svo 50 mín brennslu á stigatækinu mínu heittelskaða og mældi eina stelpu sem var að klára hjá mér mánuð í einkaþjálfun. Eftir það fór ég heim í sturtu og náði að leggja mig aftur í smástund áður en familían kom frá Skaganum. Pabbi og bróðir minn voru aðeins að laga Poo-inn minn þar sem bremsuklossarnir voru farnir í hinum og á meðan skruppum við Elín, mamma og Ingierður frænka mín í Kolaportið og Kringluna. Um kvöldið fórum við svo öll saman að borða á KFC. Ég verð að viðurkenna að það er ekki uppáhaldið mitt og fer aldrei þangað sjálf, en þegar allir aðrir eru æstir í að fara þangað þá nennti ég ekki að vera með sérþarfir. Svo fóru bara allir uppá Skaga aftur, nema ég, ég hafði það bara kósý heima með snapchat og horfði á The Voice og Supernatural.

Sunnudaginn notaði ég svo bara heldur betur til að hvíla mig og hlaða batteríiin fyrir komandi viku. Ég svaf til hádegis og gerði svo næstum ekkert allan daginn, nema bara allra nauðsynlegustu húsverkin, verslaði í matinn og eitthvað þannig dund. En mest megnið af deginum lá ég í sófanum að horfa á þætti! Æ mér finnst alveg nauðsynlegt að taka svona letidaga inná milli, sérstaklega þegar maður er að alla virka daga frá 6 á morgnanna til kl 20 á kvöldin.

Í þessari viku ætla ég svo að vera mega dugleg, og er búin að setja mér þessi markmið fyrir vikuna:
  • Taka 50 mín brennslu á stigavélinni alla daga vikunnar
  • Fara á æfingu eftir vinnu alla daga vikunnar nema á fimmtudaginn
  • Prófa einn hópatíma í Reebok fitness
  • Fara 100% eftir matarplaninu mínu
  • Muna etir að taka ÖLL vítamín og fæðubótaefni
  • Ekki fara seinna að sofa en kl 23:30
  • Þvo húðina á hverju kvöldi
  • Ekki panta neitt á netinu!

Þá er bara að standa við þetta! Sumt af þessu geri ég nú alltaf og er yfirleitt ekki mikið mál, en ég set það samt sem áður með sem markmið vikunnar, því ég skrifa niður allt sem ég ætla mér að gera í vikunni.
 

 
Mér finnst mjög mikilvægt að setja sér svona lítil markmið, og jafnvel byrja bara á að setja sér markmið fyrir einn dag í einu. Svo fyrir vikuna, svo fyrir mánuðinn og svo langtímamarkmið líka. Það hjálpar manni mjög mikið að skrifa þetta niður og ánægjan sem felst í því að geta svo hakað við að maður hafi staðið við markmiðin sín er gífurlega mikil. Svo getur maður haft verðlaunakerfi líka ef maður stendur sig, eins og til dæmis gæti ég haft eftir vikuna, ef ég stend við þetta allt saman, að þá megi ég versla körfuna sem ég er byrjuð að safna mér í á AliExpress .




Mig langar svo til að útbúa mér eitthvað flott verðlaunakerfi og markmiðasetninga-dagbók eða eitthvað þannig, ef þið eruð með einhverjar flottar hugmyndir þá megið þið endilega deila þeim með mér J Getið sent mér á rosasoffiaharalds@gmail.com eða sent mér myndir á snapchat, þið sem eruð með mig þar J

 xx
Rósa

Friday, October 16, 2015

I´m a dreamer

Jæja þá er komin rúm vika síðan ég bloggaði síðast. Ég er samt alltaf á leiðinni að skrifa nýja færslu, en það er bara búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér og svo var ég veik í 2 daga og gat ekkert gert, ekki einu sinni hangið í tölvunni.

En já, þegar ég segi að það sé mikið að gera hjá mér, þá er ég ekkert að ýkja. Ég er búin að vera að vinna 3 vinnur í næstum því ár núna, ásamt því að sjá um barn og heimili og stunda ræktina á fullu. Það er alveg soldið mikið. Og ég er búin að vera að finna það uppá síðkastið að stressið og álagið var farið að segja til sín, ég var farin að vera oftar veik og þegar ég varð veik þá var ég svo lengi að ná því úr mér aftur, sem hefur aldrei verið tilfellið hjá mér áður. Mig langar frekar til að nýta frítímann minn og orku í að láta drauma mína rætast, þannig að ég ákvað að hætta í annarri aukavinnunni. Skilaði inn uppsagnabréfi í gær og mun svo hætta bara um leið og það finnst einhver í staðinn fyrir mig. Ég er nefnilega með lítið draumaverkefni sem ég er búin að vera að vinna aðeins í og senda fyrirspurnir út um allt um, og það gæti bara orðið að veruleika á næsta ári, en til þess að svo geti orðið þá þarf ég að eyða smá tíma í það. Og eins og er, þá hef ég ekki haft þann tíma og því tók ég þessa ákvörðun. Eins æðisleg og mér fannst þessi vinna og fannst leiðinlegt að segja upp, þá fann ég bara á mér að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera. Ég á mér marga stóra drauma, og á næsta ári verð ég 35 ára svo það er nú bara ekki seinna að vænna en að fara að láta einhverja af þeim verða að veruleika....





Annars fór ég í mælingu í vikunni hjá þjálfaranum. Var nú ekki búin að léttast mikið, en missti samt um 3% fitu (1,7 kg) og hann bar saman myndir frá því núna og þegar ég byrjaði hjá honum fyrir 2 mánuðum síðan og já, munurinn var eiginlega bara hreint út sagt ótrúlegur. Allar þessar bak og rassaæfingar og endalausu mínúturnar á stigavélinni eru að skila sér svo hrikalega vel. Rassinn var búinn að lyftast heilan helling og orðinn svona kúlulaga…..ekki flatur og lafandi haha. Er alveg alls ekki að hata það. Líka hægt að sjá gífurlegan mun á bakinu, vöðvarnir farnir að sjást í slakandi stöðu og mittið líka búið að minnka helling. Það er svo gaman að bera saman svona myndir, ég mæli eindregið með því að gera það mikið frekar heldur en að vigta sig. Vigtin segir manni bara akkúrat ekki neitt! En myndirnar ljúga aldrei. Gott að taka myndir kannski á mánaðarfresti og bera saman ;)



 xx
Rósa