Ég hef verið að fylgjast með ungri stúlku á
snapchat sem heitir Kamilla. Hún var með svona motivation snap líkt og ég, þar
sem hún leyfir manni að fylgjast með sínum lífstíl, mataræði og hreyfingu. Mér
fannst það skína í gegn strax þegar ég byrjaði að fylgjast með henni hvað þetta
væri indæl og góð stelpa, og þar að auki alveg rosalega dugleg og klár. Hún var
um daginn í London með fjölskyldu sinni og leyfði okkur á snap að fylgjast með
því sem hún verslaði og borðaði úti, en svo heyrðist ekkert frá henni í 2 daga
eða svo, sem var heldur óvanalegt hjá henni. En svo birti hún á þriðjudagskvöld
fyrir viku síðan, að mig minnir, nokkur myndskeið þar sem hún sagði frá því sem
gerðist. Hún hafði lent í bílslysi með fjölskyldunni sinni á leið heim af
flugvellinum og var mikið slösuð. En hún samt hugrökk að koma inná snapchat og
segja frá því, greinilega alveg sárkvalin og gráti nær. Mér fannst hún þvílík
hetja! Ég vissi ekki af hverju þetta fékk svona á mig en ég grét bara með henni
þegar hún var að segja frá þessu og vildi svo óska þess að ég gæti gert
eitthvað fyrir hana. Ég áttaði mig ekki á því af hverju þetta fékk svona á mig
strax. Maður heyrir nú oft fréttir af ókunnugu fólki sem lendir í slysum og
öðru slíku, en maður hættir nú fljótlega að hugsa um það og heldur áfram með
líf sitt, eins og gengur. En ég gat bara ekki hætt að hugsa um hana Kamillu,
liggja þarna sárþjáða á sjúkrahúsinu, þar sem einungis nánasta fjölskylda mátti
heimsækja hana, en þar sem hennar nánasta fjölskylda lá líka á sjúkrahúsinu, þá
var ekki mikið um gesti. Mér fannst þetta bara svo hræðilegt og ég fann svo innilega
mikið til með henni.
Það var ekki fyrr en soldið seinna sem ég
áttaði mig fyllilega á því af hverju ég tók þetta svona nærri mér. Þegar ég var
19 ára þá missti ég bestu vinkonu mína í bílslysi. Ég var ekki viðstödd þegar
það gerðist og gat þar af leiðandi aldrei gert neitt fyrir hana né kvatt hana.
Fékk bara fréttirnar eftir á, um að hún væri látin. Þó svo að Kamilla sé alls
ekki á dánarbeðinu eða neitt slíkt og ég í rauninni þekki hana ekki neitt, þá
bara einhvernveginn fékk þetta svona á mig og minnir mann á það að lífið og
heilsan er dýrmætt, við megum aldrei gleyma því J
Ég vona bara að Kamilla jafni sig sem fyrst
og mun fylgjast spennt með batanum hennar á snapchat. Ef þið viljið fylgjast
með þessari duglegu stelpu þá er snappið hennar: Kamillafitness
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment