Pages

Friday, December 11, 2015

Úr einu í annað

Ég vissi að ég myndi enda á því að kaupa mér sjálf megnið af hlutunum á óskalistunum mínum, er nú þegar búin að kaupa mér þrennt af því sem ég óskaði eftir! Ég er svo mikið þannig, ef mig langar í eitthvað, þá fæ ég mér það yfirleitt bara fljótlega sjálf. Ég er alltof óþolinmóð til að fara að bíða eftir að einhver myndi gefa mér það. Enda fæ ég aldrei nema 2 jólagjafir og 2 afmælisgjafir á hverju ári, svo ég myndi þurfa að bíða ansi lengi með að fá allt sem mig langaði í…. En auðvitað kaupi ég samt ekki alltaf allt sem mig langar í, ekki misskilja, ég reyni nú að hafa þetta allt innan nokkuð skynsamlegra marka. Þó ég kaupi nú reyndar örugglega aðeins meira en ég ætti að gera, en það er nú önnur saga! 
Ég og Elín Mist erum búnar að vera að tala um að gera okkur markmiðalista fyrir árið 2016. Þá á ég við að við skrifum niður hluti sem okkur langar að gera það árið og þá verður það svo markmiðið að reyna að klára sem flesta hluti á listanum fyrir lok ársins. Ég hef aldrei sett mér einhver sérstök áramótaheit og ætla ekki að fara að byrja á því núna, vill frekar setja mér markmið um hluti sem mig langar til að hrinda í framkvæmd. Ég mun svo allavega birta mín markmið hérna á blogginu þegar þau eru tilbúin, sjáum til hvort Elín leyfi mér að birta hennar líka.
 
Annars var ég heima í 2 daga í vikunni frá vinnu. Það kemur alltaf í kringum þetta mánaðarlega hjá mér svona veikindi þar sem ég bara er að farast úr mígreni, beinverkjum og síþreytu! Ég er nýbúin í skoðun og blóðprufu hjá lækni og er hin allra heilbrigðasta og skortir engin vítamín né steinefni, svo ég bara veit ekki hvað er að mér eiginlega. Þetta er farið að vera verulega pirrandi. En ég á allavega ógeðslega flottan Súperman onsie sem hjálpar mér að "þykjast" vera töff á svona dögum ;)

Keypti mér þennan á Aliexpress og ELSKA hann!!!!
Við mæðgur versluðum svo helminginn af jólagjöfunum um síðustu helgi. Vá hvað við vorum búnar á því eftir það! Það tekur heilmikið á að eyða 3 klukkutímum í jólaösinni í Kringlunni á sunnudegi! Ég lagðist bara í sófann þegar ég kom heim og sofnaði. En svo pökkuðum við inn gjöfununum um kvöldið og erum alveg hæst ánægðar með útkomuna! Ég elska að gefa fallega pakka! Við klikkuðum reyndar á að kaupa merkimiða og kláruðum pappírinn og slaufurnar svo við þurfum að skella okkur í Hagkaup við tækifæri og kaupa meira af þessu. Held að þetta sé einn fallegasti jólagajafa pappír sem ég hef séð! Mæðgurnar í Hamraborginni erum að minnsta kosti ástgangnar af honum!


Fallegi pappírinn
 xx
Rósa

 

1 comment:

nakeiadabler said...

JAMU - casino - JTM Hub
JAMU, India - 파주 출장안마 We offer a wide variety of gambling options and products to 서산 출장샵 Casino in the state 군산 출장안마 of india. JAMU - 용인 출장마사지 The casino 동두천 출장샵 is