Monday, December 7, 2015

Einkaþjálfari í einkaþjálfun

Við Auður vorum að byrja í einkaþjálfun hjá Jimmy í Pumping Iron núna í byrjun des. Við erum búnar með fyrstu vikuna núna og það er ekki laust við smá stress í manni fyrir hvern tíma, því hann er ekkert endilega að reyna að vera nice og lætur okkur alveg hiklaust gera 100-300 endurtekningar af æfingum. En mig langaði í challenge. Ég vildi ekki bara fara í fjarþjálfun, því ég kann alveg að búa til æfingaplön og ég kann að borða, en stundum langar manni bara að láta einhvern ganga alveg frá sér á æfingum til að geta náð hámarks árangri!


Tókum fótaæfingu á föstudaginn og erum enn með harðsperrur!!!

Kannski er einhverjum sem finnst asnalegt að einkaþjálfari fari í einkaþjálfun eða fjarþjálfun, en stundum er bara svo gott að geta verið á æfingu og þurfa ekkert að vera að hugsa um hvað maður er að gera og fá að vera bara í "fríi". Maður er líka svo oft blindur á sjálfan sig, utanaðkomandi getur séð nákvæmlega hvað það er sem maður er að gera rangt og hvað maður þarf að bæta og hvaða vöðvahópa maður þarf að vinna helst með, og svo framvegis.

Núna eru 16 vikur í mót og ég er alveg gríðarlega spennt. Hugurinn og metnaðurinn er á réttum stað og það gengur bara rosalega vel. Ég ætla að mæta í mínu besta formi og gera mitt allra besta til að næla mér í bikar. Þetta verður mitt fimmta mót, sem er alltof mikið miðað við að ég hafi samt aldrei komist á pall. En mér hefur bara aldrei tekist að ná mér vel niður í fituprósentunni og verða skorin. Ég meika ekki afsakanir, eeeeen ég hef samt alltaf verið svona feit í mér, þó ég hafi alla tíð verið grönn. Þegar ég fór fyrst á ævi minni í fitupróstentumælingu, þá 23 ára gömul rétt um 55 kg þá mældist ég samt næstum því 30% fita og konan sem var að mæla mig trúði ekki sínum eigin augum og mældi mig oft og mörgum sinnum. Húðin mín er mjög þykk og mjög erfitt að klípa í hana, þrátt fyrir að ég sé dugleg að drekka vatn, hreyfi mig reglulega og borða hollt 95% af tímanum. Ég fór í blóðprufu í daginn því ég var svo viss um að það hlyti að vera eitthvað í skjaldkirtlinum hjá mér, en svo er ekki, ég er eins heilbrigð og hægt er að vera! Það voru fleiri atriði skoðuð og ég er bara í topp málum all around! Svo að ég verð bara að bíta í það súra epli að ég þarf greinilega bara að hafa svona mikið fyrir þessu og leggja EXTRA mikið á mig, og vera ÞOLINMÓÐ!!!! og það ætla ég svo sannarlega að gera núna ,og taka þennan keppnisundirbúning með trompi. Vá hvað ég er spennt að sanna fyrir sjálfri mér að ég geti þetta!
Mitt besta form í nóv 2014 - verður vonandi bætt í mars 2016

Ég mun blogga um þetta allt saman og er líka dugleg á instagram og snapchat undir notendanafninu rosasoffia. Það er allt opið hjá mér þannig að það geta allir fylgst með sem hafa áhuga.

Ég er búin að semja við Líkama og Lífstíl og þau ætla að styrkja mig í þessum undirbúning. Ég fæ góðan afslátt af vörum hjá þeim og get einnig boðið öllum mínum kúnnum uppá 25% afslátt hjá þeim að auki!!! Líkami og lífstíll selur Sci-mix fæðubótaefnin og eru með mjög gott úrval af vörum. Ég mæli alveg eindregið með þessum vörum og hlakka til að fara með fötin mín í merkingu og geta auglýst þá betur til að þakka fyrir stuðninginn J


 
 xx
Rósa
 

No comments: