Pages

Wednesday, November 11, 2015

Shopaholic

Eru fleiri en ég sem geta algjörlega misst sig í að panta á netinu? 

Ég er orðin alveg plága hvað þetta varðar og er ég þá allra verst á Ali express. Ég panta kannski 5 hluti í einu, allt frá sitthvorum seljandanum, svo að maður er að fá pakka í póstkassann eða á pósthúsið alveg hægri vinstri og alltaf líður mér eins og ég sé að fá gjöf, því ég veit aldrei hvaða hlut ég er að fá í hvert skipti. Hingað til hef ég ekki lent í að þurfa að borga nein auka gjöld af þessum sendingum, nema um daginn þegar ég pantaði af Make up Geek, þá þurfti ég að borga eitthvað smotterí.

Það er hægt að gera alveg ótrúlega góð kaup á Ali samt, ég keypti til dæmis 2 stk af Mary Lou-manizer fyrir okkur Elínu um daginn, og þó þeir hafi verið sirka mánuð á leiðinni, þá borgaði ég ekki nema um 5 dollara fyrir stykkið og ekkert í sendingakostnað. Við erum líka búnar að panta okkur jólafötin þarna, allskonar make-up, make-up bursta og svo var ég að versla núna á 11-11 útsölunni púlsmæli fyrir ræktina (á 29 dollara takk fyrir bless) og sitthvað fleira. Hérna er brot af þeim vörum sem við mæðgur erum að bíða eftir núna:

Elín Mist pantaði sér þetta sett

Púlsmælir handa mér í ræktina

Jólakjóllinn minn (ef hann passar)

Ég get ekki beðið eftir að fá þennann!!! Pantaði bláa 

Neoprene svita föt til að svitna meira í brennslu....ójá!!!

Sætt úr :) 

Ég fór um helgina og bætti tveimur nýjum tattoo-um í safnið mitt. Núna er ég þá komin með sex. Ég fékk mér annars vegar stjörnu á úlnliðinn sem er tileinkuð henni Elínu minni, litlu stjörnunni minni. Hún elskaði að láta mig syngja Maístjörnuna fyrir sig þegar hún var lítil (og hún ljómaði alltaf svo mikið þegar ég söng: “ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín”), þetta er klárlega lag sem mér mun alltaf þykja vænt um. Svo fékk ég mér líka tattoo á rifbeinin, það stendur “free” og svo er fugl að fljúga í burtu. Þetta tattoo snýst soldið um það að ég ákvað að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst um mig og það sem ég geri, ég tók mig soldið í gegn (andlega) í lok sumars og ákvað að ég ætla bara að gera það sem mig langar að gera og eltast við drauma mína, sama hvort öðrum finnist þeir asnalegir eða óraunhæfir. Mér fannst ég öðlast visst frelsi við þetta, var mjög notaleg tilfinning :)




Um helgina ætla ég svo að setja inn hérna mjög góða bossaæfingu og láta myndbönd fylgja með :)
Stay tuned

xx
Rósa

1 comment:

Anonymous said...

Hí hí ég á Batman gallann :)