Monday, April 20, 2015

Ég í Vikunni

Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa þessa færslu, en það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég bara hafði ekki tíma til að setjast niður og skrifa fyrr en núna.

Betra seint en aldrei, ekki satt?

En síðastliðinn fimmtudag kom loksins út Vikan, þar sem var að finna 3ja blaðsíðna viðtal við undirritaða. Mikið sem ég var ánægð með þetta viðtal. Þó ég segi sjálf frá. Myndirnar sem voru valdar í greinina voru æðislegar og mér fannst ég bara ná að koma öllu nokkuð vel frá mér :)

Spurningarnar voru aðallega varðandi fitnessið, fjarþjálfunina og hvernig ég byrjaði að stunda líkamsrækt og þess háttar. Svo gaman að sjá sjálfan sig á prenti, photo-sjoppaða og fína haha :)

Heilsíða með riiisa mynd af mér á mínu öðru heimili, Reebok í Holtagörðum :) 

Fyrirsögnin á forsíðunni og inní blaðinu :) 
Endilega kíkið í næstu verslun og nælið ykkur í eintak áður en það verður of seint. 

xx
Rósa

No comments: