Pages

Saturday, October 4, 2014

Laugardagsæfingin

Í dag er laugardagur, sem áður fyrr hefði verið NAMMIDAGUR hjá mér!! En ekki lengur, nei-nei-nei. Núna er ég búin að færa nammidaginn minn til sunnudags, en það þýðir samt ekki að ég elski ekki lengur laugardaga. Í morgun vaknaði ég um 10 leytið, borðaði morgunmat minn í rúminu og horfði á tvo Sex and the city þætti áður en ég fór á fætur. Aðeins of notalegt! Elska að geta legið og slakað á aðeins áður en maður fer að gera eitthvað. Ég klæddi mig upp og fór á æfingu niðrí Reebok. Eins og alla aðra laugardaga varð Hamstrings og Glutes fyrir valinu, með smá kviðæfingum og brennslu líka.




Á eftir fer ég svo aftur í ræktina, Sporthúsið að þessu sinni, þar sem Reebok er ekki opið nógu lengi á laugardögum, og tek 60 mín brennslu. Alla aðra daga geri ég þetta akkúrat öfugt, tek þá brennsluna á morgnanna og svo lyftingarnar eftir vinnu um 5 leytið. En mér finnst svo gaman að brjóta aðeins niður rútínuna þegar ég mögulega get, svo að mér finnst mjög gott að gera þetta svona á laugardögum. Þá kem ég svo heim eftir brennsluna beint í dinner!! Er ekkert að hata það :)

Á morgun eru svo mælingar og pósunámskeið niðrí Reebok! Hlakka svo til :) Engin æfing þá, finnst gott að taka nammidaginn og hvíldardaginn saman. Við Elín ætlum að fá okkur hamborgara á Búllunni og svo ætla ég að baka vanillusmákökur....verður svo ljúft :) 

xx
Rósa


No comments: