Wednesday, January 22, 2014

Nýja hárið og ný síða

Ég er svo ánægð með nýja hárið mitt! Það er ekkert fyrir mér lengur!! Get æft og svitnað að vild og það er ekkert að þvælast fyrir mér eða límast við bakið á mér eða neitt. Ljúfa líf!! Sé sko ekkert eftir því að hafa látið það fjúka :)

Ég á æfingu með nýja stutta hárið 
Ég stofnaði á dögunum síðu fyrir fjarþjálfun. Síðan heitir Fjarþjálfun Rósu, því jú, þetta er víst mín síða og mín þjálfun. Á síðunni mun ég reglulega setja inn allskonar fróðleik um æfingar, mataræði og fæðubótaefni, svo um að gera að fylgjast með :) Núna rétt áðan var ég að setja inn færslu um D-vítamín og af hverju það er mikilvægt að taka það inn í formi fæðubótaefna.

Endilega kíkið á síðuna

xx
Rósa


No comments: