Friday, January 18, 2013

Vinnan

Þið verðið að afsaka lélegt blogg hjá mér uppá síðkastið, en það er bara svo mikið að gera í vinnunni hjá mér að ég hef bara verið of stressuð til að gefa mér tíma í þetta. Ég verð að vinna í kvöld og líka eitthvað um helgina svo ég veit ekki hvenær ég get lofað almennilegu bloggi næst. Mun samt gera eitthvað skemmtilegt með Elínu minni á morgun og kíkja í Buttlift, maður má ekki alveg gleyma sér í vinnunni. Skal muna eftir myndavélinni ef ég geri eitthvað merkilegt svo ég geti þá allavega komið með myndablogg :)

En við erum að taka upp nýtt launakerfi hérna í vinnunni og því er ég að færa allar upplýsingar yfir og yfirfara og svona.....það getur tekið smá tíma með 300 starfsmenn hohoho.....stuð hjá mér :)

svona er to-do listinn hjá mér :)
Er samt ekki að kvarta sko, þetta er bara gaman :) aldrei leiðinlegt að læra eitthvað nýtt og fá að gera þetta frá grunni finnst mér alveg frábært.

Eigið góða helgi :)

No comments: