Wednesday, January 23, 2013

Laugardags

Bloggið mitt er komið með yfir 20 þúsund heimsóknir!!! Kannski þykir það ekki mikið miðað við önnur blogg, en ég auglýsi mitt hvergi nema á mínu eigin facebook, svo miðað við það tel ég það vera nokkuð gott. Ég fæ amk 100 heimsóknir á hverjum degi, svo það virðast vera einhverjir fastagestir, sem er bara skemmtilegt. Ef einhverjir þora að kommenta þá væri gaman að vita hvað það er sem fólki finnst skemmtilegast að lesa hérna inni. Hvort sem er um ræktina, fitness, mataræði (ég er ekki uppskriftarmanneskja svo þess háttar mun að öllum líkindum ekki birtast hér inni), persónuleg blogg eða um sjónvarpsþætti. Gæti tekið umfjöllun um einhverja sérstaka þætti eftir ósk (þar sem ég hef nú séð þá flesta, og ef ekki, þá bara tékka ég á þeim). Vil þakka öllum kærlega fyrir lesturinn :)

Á laugardaginn síðasta var skvísudagur hjá mér og minni. Ég byrjaði daginn á að fara í Buttlift í Ögurhvarfi. Alltaf jafn frábærir tímar, þar sem hægt er að vinda fötin í lok tímans.

gaman að hafa svona klósettpappír með á myndinni haha....
Eftir gymmið sótti ég skvísuna mína heim og við fórum og fengum okkur morgunmat/hádegismat á Passion. Passion er bakarí staðsett í Álfheimum og er það einn uppáhaldsstaður okkar mæðgna. Það er ALLT gott þar. Ef þér finnst ostaslaufa góð venjulega, þá geturu margfaldað það með tíu. Ef þér finnst sjónvarpskaka góð venjulega þá geturu margfaldað það með hundrað, og svo framvegis. Rice Crispies kökurnar þar eru líka geggjað góðar!! Eftir matinn fórum við í Kolaportið og dunduðum okkur þar í dágóðan tíma. Ég keypti mér einar leggings, Elín keypti sér hring og hitti þar líka eina sem hún þekkti sem gaf henni öskju með body lotion og ilmvatni.

Alltaf kósý í Kolaportinu
Við mæðgurnar búnar að skvísa okkur upp...

 Svo fórum við bara í Bónus að versla inn fyrir kvöldið. Ætluðum að búa til pizzu í kvöldmatinn og skera niður ávexti fyrir náttfatapartý sem Elín var að halda.


Elín Mist útbjó pizzuna :)
Ávextir og brætt súkkulaði var það sem ég bauð uppá í náttfatapartýjinu


En allar stelpurnar mættu með nammi og blönduðu saman í eina skál!!! og já, það kláraðist næstum því allt!!

Five for Life, eins og þær kalla sig! :)

Meiriháttar stelpur :)

Þær gistu svo allar saman heima og ég leyfði þeim bara að vaka. Ég fór að sofa á undan þeim!! gamla konan haha. Þær leyfðu mér svo að sofa út daginn eftir, því þær þurftu að vakna snemma til að mæta í handsnyrtingu kl 10. Já ég sagði handsnyrtingu. En mamma einnar þeirra rekur snyrtistofu og þær fengu í jólagjöf allar sitthvora handsnyrtinguna. Elínu minni finnst þetta algjört æði! Svo gaman fyrir svona litlar skvísur að fara í svona dekur.

Þannig að mín helgi var bara nokkuð góð :)No comments: