Friday, January 25, 2013

The Carrie Diaries

Ég er mikill aðdáandi Sex and the city þáttana svo þegar ég heyrði um þessa þætti þá vissi ég strax að ég þyrfti að horfa á þá. Ég horfði á fyrsta þáttinn um leið og hann kom út, og varð eiginlega fyrir svolitlum vonbrigðum... Er ekki alveg að fíla stelpuna sem Carrie og fannst samskiptin á millli fólksins eitthvað skrítin, veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt það, en það var eitthvað. Ég er samt tilbúin með þátt númer 2 og ætla að horfa á hann núna um helgina, verð að gefa þessu annan séns.


Þættirnir eru ekki að fá nema 5,9 á imdb sem segir manni kannski allt sem segja þarf......Hérna er linkur á umfjöllun þeirra um þættina ef þið viljið lesa ykkur til um þá.

Annars er ég ennþá í vinnunni, er alveg að fara að drífa mig út, ákvað bara rétt að henda í smá færslu áður. Búin að vera hér síðan kl 8 í morgun. Öll þessi vika er búin að vera svona (9-10 tíma vinnudagar) og næsta vika verður það líka, og ég mun koma hingað um helgina líka. Nóg að gera í vinnunni þessa dagana. Btw núna er ég ALEIN hérna, búið að slökkva öll ljós og allt (nema hjá mér). Mér finnst þetta bara voða kósý :) En annars, þá ætla ég að fara að skella mér í ræktina núna, taka Axlir, kvið og smá brennslu og henda mér svo heim í kósý þar sem ég á deit með þessum gæja:

Jensen Ackles - Supernatural hönk :)

Svo verður bara farið snemma að lúlla til að geta mætt ofurhress í Buttlift í fyrramálið áður en ég mæti aftur hingað við skrifborðið mitt :) 

Eeeeelska helgarnar

No comments: