Monday, January 28, 2013

Mánudags

Helgin var nokkuð góð hjá mér, mjög róleg - en góð. Gerði lítið annað en að vinna, æfa, borða, sofa og slappa af yfir góðum þáttum. Svo sem ekkert til tíðinda ;)

Í morgun ætlaði ég svo að vakna kl hálf 6 í Tabata tíma í Reebok, og var búin að stilla klukku. Elín Mist átti að mæta í skólann kl 8 að sjálfsögðu og var búin að stilla þrjár klukkur, en hvorug okkar rumskaði fyrr en kl var orðin 9!! Það var náttúrulega bara hent sér í föt og útúr húsi einn tveir og tíu. Óþægilegt að vakna svona.

Ég tók eftir því þegar ég vaknaði að ég væri eitthvað öðruvísi í andlitinu en ég á mér að vera, en hélt ég væri bara svona þrútin eftir nóttina, það kemur nú fyrir besta fólk. En núna er kl orðin 14 og ég er ennþá þrútin, eitthvað búin að minnka, en samt ennþá til staðar. Og þá aðallega hægra megin í andlitinu, og augað þar megin er soldið sokkið. Veit ekki hvað þetta gæti verið. Fólk segir mér að þetta séu líklegast einhver ofnæmisviðbrögð, þó ég gæti ekki ímyndað mér fyrir hverju þar sem ég var ekki að gera neitt öðruvísi en venjulega, var ekki að prófa neitt nýtt, hvorki í mat né snyrtivörum. En maður getur nú svo sem allt í einu fengið ofnæmi fyrir einhverju, aldrei að vita. Hugsa að ég kíki á læknavaktina í kvöld ef ég verð ennþá svona þá!! Úff nenni svo engan veginn að vera með ofnæmi fyrir einhverju...heheh.

Svona er andlitið mitt núna, pínu afskræmt hehe : 

I will keep you posted!

No comments: