Monday, December 31, 2012

Mæli með - Misfits

Ég uppgötvaði nýja þætti í jólafríinu. Mig langaði til að finna mér einhverja þætti sem ég hefði aldrei séð áður og væru komnar nokkrar seríur af svo ég gæti bara rúllað í gegn. Ég leitaði vel og vandlega og ákvað svo að tékka á breskum þáttum sem heita Misfits. Þeir voru fyrst sýndir 2009 og eru núna komnar 4 seríur. Ég var að byrja á seríu 3, en það eru ekki nema 8 þættir í hverri seríu og hver þáttur er um 40 mínútur, svo maður er ekki lengi að fara í gegnum þetta svo sem, þar sem þetta eru góðir og spennandi þættir og erfitt að hætta þegar maður byrjar. Þættirnir fá 8.6 í einkunn á imdb sem þykir alveg frekar gott.

Þættirnir fjalla um nokkur ungmenni sem hafa framið minniháttar glæpi og þurfa að sinna samfélagsstörfum til að taka út refsinguna sína. Á fyrsta degi í samfélagsvinnunni kemur stormur og þau verða öll fyrir eldingu, og útfrá því byrja þau að fá ofurkrafta (superpowers). Nánari lýsing á imdb er svona:

"Nathan, Kelly, Simon, Alisha and Curtis were expecting their community service to be boring. However after a freak thunderstorm they discover that it is anything but dull. Bestowed with strange powers, the five very different teens realize they have a lot more to worry about than just picking up litter, especially as they discover that they are not the only ones who have been given strange powers. Secrets will be revealed, feelings brought to the surface and relationships formed and broken. But hey, its only 12 weeks of community service; what's the worst that could happen?"

Nathan - mér finnst hann skemmtilegasti karakterinn, bablar endalaust, en mjög fyndinn :)


Það sem ég elska líka við þessa þætti er að þeir eru breskir og þau tala öll með svo hrikalega breskum hreim, ég alveg dýrka það!! 

No comments: