Pages

Monday, December 3, 2012

Jólahlaðborð

Á föstudaginn fór ég á jólahlaðborð í boði Pennans. Það byrjaði kl 17 og það var áfengi í boðinu svo maður byrjaði drykkjuna heeeeldur snemma. Ég hafði ekki fengið mér sopa af áfengi síðan á þjóðhátíð, svo það þurfti ekki mikið til að ég varð smá tipsy.....heheh gaman að því. Maturinn var rosalega góður og það var mjög flott happdrætti, sem ég var mega fúl yfir að hafa ekki unnið neitt í, því vinningarnir voru svo glæsilegir. Um 8 leytið kom rúta til að færa okkur sem vildu yfir í Forlags-partýjið sem var alveg niðri á Granda. Það var nú aðeins öðruvísi stemmning þar en við höfðum búist við. En aftur frítt áfengi og skemmtilegur félagsskapur svo það reddaðist. Um 11 leytið gáfumst við uppá því og héldum í bæinn, sumir á Vínbarinn og aðrir á einhvern Karókí stað sem ég man ekki hvað hét. Ég fór í karókíið....söng nokkur vel valin lög (gestum sennilega til mikillar ógleði) en svo fór ég bara snemma heim, einhverntíma á milli 12 og 1, með viðkomu á Nonna-bita að sjálfsögðu. Heilsan var svo bara þokkaleg daginn eftir :)

Smá myndir frá föstudagskvöldinu:

Að taka mig til heima

Ég og sæta mín

Forrétturinn sem ég fékk mér - gleymdi svo alveg að taka mynd af aðal- og eftirréttnum....

Hreimur, Árni og Róbert að halda uppi stuðinu

Mættar í Forlags-partýjið, umkringdar bókum

Það var mikið stuð hjá okkur á lagernum

Ragnheiður að prófa lyftarann

Að drukkna í bókum

Hmmm ætli einhver sjái ef ég tek þessa.....

STUÐ :)

smá flipp :)

Svo gaman að láta eins og fífl í "snobb-partýjum"

Katrín "sæla"

Rósa "ráðríka"

Ég og Ingþór í stuði með guði

Hittum einn frægan hehe

Hildur varð að fá lyftaramynd líka - auðvitað!! :)

No comments: