Friday, November 30, 2012

Æfing

Ég byrjaði á nýju æfingaprógrammi í vikunni. Var búin að vera í mánuð á hinu og það er alltaf þannig hjá mér að eftir 4 vikur er ég komin með smá leið og þarf að fá nýtt. Í gær tók ég framanverð læri (quads) og tvíhöfða með. Mér finnst tvíhöfða og þríhöfða æfingar svo leiðinlegar að ég tek þær bara með einhverjum öðrum vöðvahópum, meika ekki að hafa einn dag sem er bara hendur. Venjulega er fólk með tvíhöfða með baki, en ég kýs að taka bakið eitt og sér og einbeita mér betur að því. Fannst þetta bara skemmtileg tilbreyting svona. Svitnaði aaalveg vel á æfingunni. Mér finnst svo fínt að fara svona á kvöldin að taka æfingu. Þá er mikið minna af fólki og rólegra yfir öllu. En ég æfi venjulega alltaf strax eftir vinnu til að geta verið komin heim um kvöldmatarleytið og sinnt barninu mínu :)

Fótaæfingarnar sem ég tók fyrir framanverð læri:


Barbell squats 4  15,12,10,8
Dumbell step ups 4 10
Barbell side split squats 3 12
Elavated back lunges 3 12
Leg extensions 4 15        

No comments: