Monday, February 27, 2012

Óskarinn - Rauði dregillinn

Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Óskarinn í gær, veit samt ekki af hverju því ég hef ekki séð neina mynd sem átti þarna tilnefningar hehe. Verð klárlega að fara að bæta úr því. Ætli það sé ekki orðið hægt að ná í þetta allt á netinu í ágætis gæðum....hlýtur að vera. En svo sofnaði ég áður en óskarsverðlaunin sjálf byrjuðu hehe. En ég horfði samt á Red carpet sem var bara algjört æði. Svo gaman að sjá allt þetta fallega fólk í flottum fötum og svona. Þetta voru mín uppáhalds:

Brad hrikalega flottur þarna - en fæ illt í augun að sjá þessa spagettí-handleggi hjá Angelinu....úff

Cameron Diaz í klikkuðu formi - eigum við að ræða það eitthvað?? 

Gwyneth alveg ótrúlega flott :) er að fíla þessa skikkju hehe

J-Lo alveg með þetta :) 

Krúttlegasta parið, ekki spurning, elska Natalie Portman :) 

Heitasti karlamðurinn á svæðinu :) 

No comments: