Pages

Tuesday, January 17, 2012

Úbbs

Ég sveik víst loforðið....ætlaði að koma með færslu í gær, en svo bara hreinlega nennti ég því ekki í gærkveldi. Lá eins og skata að horfa á Supernatural. Ég elska þessa þætti, bara fæ ekki leið á þeim. Dean Winchester er svo skemmtielgur karakter....alveg elska hann. Þetta atriði er svo mikil snilld:


Ég er búin að vera að browsa svo mikið á netinu að leita að hinu fullkomna bikini. Ég bjó til möppu á facebook síðunni minni sem ég hafði bara opna fyrir nokkrar vinkonur til að biðja um álit. Er núna með svona 3 bikini sem ég er að reyna að velja á milli og ætla að panta í næsta mánuði. Þannig hef ég nægan tíma til að ákveða hvort ég sé 100% sátt við það, og ef ekki þá get ég leigt það út fyrir aprílmótið hérna heima og náð að redda mér öðru fyrir mótið mitt í tæka tíð. Betra að vera tímanlega í þessu. Ætla líka að panta mér skó í leiðinni.

Fyrsta vikan á nýja prógramminu gekk eins og í sögu. Enda voru niðurstöðurnar líka mjög góðar. Maður uppsker eins og maður sáir, er alltaf sagt. Þannig að núna er ég byrjuð á viku 2 og so far so good. Vakna bara spennt á hverjum morgni og hlakka til að tækla daginn. Skemmtilegt í vinnunni, skemmtilegt á æfingum og bara, allt eitthvað svo skemmtilegt þessa dagana heheh. Það er náttúrulega gaman þegar manni gengur vel.

Ég fór á laugardaginn síðasta til Hveragerðis að heimsækja Möggu mína og Örnu Sól. Það var ótrúlega næs. Það var mikið spjallað og hlegið :) Horfðum á sönvakeppnina að sjálfsögðu og ég ætla að halda með þessu lagi alla leið til Azerbajen....eða hvernig sem það er skrifað hehehe:


Flott lag, flottur texti, flottir strákar og bara já, allt gengur upp einhvernveginn. Catchy lag :)

Næstu helgi ætla ég svo að fara til Akureyrar að heimsækja Eddu mína. Hlakka mjööööög mikið til. Ekki hitt hana síðan í nóvember svo þetta verður snilld. Fer norður með bróður hennar sem er á stórum bíl svo maður þarf ekki að hafa áhyggjur af snjókomu eða neinu þannig. Þarf líka þá að hafa minni áhyggjur á að vera þriðja hjólið með þeim skötuhjúunum fyrir norðan hehehhe. Ég er sko að standa við áramótaheitin mín, að heimsækja vini mína oftar, ójá :)

En læt þetta duga í bili, þangað til næst ;)

1 comment:

Anonymous said...

Bíð spennt eftir að þú komir svo á skagann :D