Thursday, December 29, 2011

Niðurtalningin byrjar

20 vikur og 2 dagar.....já count-downið er byrjað!! Þarf að finna svona fídus til að setja það hérna til hliðar á síðunni minni, það er algjör snilld :)

Uppúr áramótum þarf ég svo að fara að hugsa um flug, hótel, ferðafélaga, keppnisföt, skó og allan þann pakka, ótrúlega spennandi :D Er búin að finna bikini sem mér finnst ótrúlega flott og langar í svona næstum því copy-paste útgáfu af.....á svo eftir að ákveða hvern ég ætla að fá til að sauma það handa mér.

Það er svo fáránlega mikill snjór úti að ég man ekki eftir að hafa séð annað eins....ever! Enda tókst mér að festa mig í morgun kl 06:30 á leiðinni í ræktina. Sem betur fer var ég snemma á ferðinni og náði að taka 40 mín brennslu þrátt fyrir að hafa verið sirka 30-40 mín að ná að losa bílinn aftur (sem btw tókst ekki, heldur kom jeppakall og dró mig uppúr hjólförunum), hressandi svona í morgunsárið, ég held það nú. Núna kvíði ég því mest hvort ég komist ekki örugglega í ræktina aftur á eftir að lyfta. Ótrúlega skemmtileg fótaæfing í vændum og mig langar ekki til að sleppa henni. Vonum það besta :)

No comments: