Pages

Tuesday, November 9, 2010

Allt er vænt sem er grænt

Núna sit ég í Afbrigðasálfræði-tíma í skólanum þar sem er verið að tala um offitu og þunglyndi, ákvað að nota tækifærið til að blogga smá.

Er orðin mjög spennt fyrir stóra deginum - eða dögunum kannski réttara sagt. Verð samt að viðurkenna að ég hef smá áhyggjur af því að þurfa að gera þetta allt tvo daga í röð, hár, make-up, brúnka og það allt. Tók mikinn tíma og erfiði síðast og þá var mótið bara einn dagur, þannig að þetta verður þá tvöföld vinna í rauninni núna. Svo verður maður líka að passa sig á því að vatnast ekki á laugardeginum svo maður verði ekki alveg útblásin á sviðinu á laugardagskvöldinu þegar allir koma að horfa.

Annars er ég búin að redda mér öllu sem ég þarf fyrir mótið, en á eftir að sækja eiginlega allt. Tekur örugglega heilan dag að sækja dótið útum allan bæ.....hehhe. En ég verð í sama sundbol og sömu skóm og ég var í síðast, en verð í nýju bikiní, það er mjög fallega grænt og þakið í swarowski steinum (er það ekki skrifað svona?). Hlakka mikið til að fá það í hendurnar og máta, en svo get ég líka fengið lánað eitt fjólublátt bikiní ef það fer svo að hitt passar ekki á mig. Ætla að vera búin að safna öllu að mér fyrir helgina og taka þá svona "general" prufu, prófa hárgreiðsluna og make-upið og allt - sjá hvernig þetta kemur út allt saman. Var með hárið slegið og slétt síðast - en er að spá í að hafa það einhvernveginn öðruvísi núna: annað hvort alveg slétt og sleikt uppí mjög hátt tagl eða slegið með smá krullum.....kemur allt í ljós :) 

No comments: