Friday, September 3, 2010

Vika 1 að klárast

Jæja, þá er komið föstudagskvöld, sem þýðir að svindl dagurinn minn er á morgun :) Þegar maður er í svona niðurskurðar mataræði þá er mjög mikilvægt að taka svindl-dag með reglulegu millibili. Það er vegna þess að þegar maður minnkar kolvetna-inntöku svona mikið og æfir stíft þá nefnilega hægir líkaminn á brennslunni -til að halda í sem mest af þeirri orku sem hann fær. En ef maður tekur svo einn svindl dag með reglulegu millibili (sjokk-dag) þar sem maður borðar meira af kolvetnum heldur en próteinum - þá fer brennslan aftur af stað. Líkaminn, þetta furðulega fyrirbæri, er svo rosalega fljótur að aðlaga sig, að hann fattar þá að við séum ekki í stöðugu kolvetnasvelti, hann veit að hann muni fá ríflegan skammt af kolvetnum (og stundum vel rúmlega það) eftir nokkra daga og heldur því ekki eins fast í alla orku sem við innbyrðum. Þess vegna getur maður tekið sinn svindl dag án þess að deyja úr samviskubiti. Tja, nema maður missi sig algjörlega og kaupi sér nammi í Nammilandinu í Hagkaup fyrir 1000 kall (jebb, það hef ég sko gert!!!).

En annars var þessi vika alveg frábær hjá mér. Fór 100% eftir matardagbókinni minni og það var ekki einu sinni erfitt. Ég er reyndar ekki ennþá komin með æfingarplan þannig að ég fylgdi bara planinu sem vinkona mín er með. Við erum 3 saman alltaf að lyfta í Sporthúsinu á morgnanna, tvær okkar að fara að keppa :) Ekkert betra en að umgangast aðra fitness-keppendur þegar maður er að undirbúa sig fyrir mót, er alveg að sjá það. Hjálpar manni mikið að vera ekki einn í þessu.

Svo eru mælingar á morgun: vigtun, ummál og klípa, verður gaman að sjá hvort eitthvað hafi gerst á viku 1. I will keep u posted :)

No comments: