Monday, September 27, 2010

Myndir


Ég var að finna þessar myndir sem voru teknar fyrir Bikarmótið í fyrra. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvenær þær voru teknar, en það var allavega einhverjum dögum fyrir mót. Var mjööög svo óánægð með þessar myndir þegar ég fékk þær í hendurnar og þess vegna ýtti ég þeim bara til hliðar, en svo þegar ég skoða þær núna þá er bara akkúrat ekkert að þessum myndum. Meira ruglið í manni alltaf!!! Maður hefði kannski getað gert meira úr make-upinu og hárinu til þess að gera myndirnar ennþá flottari, en það er svo sem líka gaman að eiga svona myndir án þess að vera með tonn af brúnku og meiki :)

Svo þarf ég bara að fara að finna mér einhvern ljósmyndara til að taka nokkrar myndir af mér fyrir næsta mót líka.Verður gaman að hafa til samanburðar því jú ég ætla sko að vera í mikið mikið betra formi á næsta móti heldur en ég er þarna, þó mér finnist ég nú bara alveg ágæt á þessum myndum þó ég segi sjálf frá :)

No comments: