Pages

Monday, August 30, 2010

Dagur 1

Jæja, þá er fyrsta degi niðurskurðartímabilsins að ljúka. Hann gekk alveg rosalega vel matarlega séð, en mér tókst að ná mér í einhverja leiðindapest þannig að ég lagði mig í staðinn fyrir að fara á æfingu. Lame - I know....en mig svimaði við það eitt að standa, þannig að það hefði getað endað illa ef ég hefði farið að reyna eitthvað á mig.

Ég fékk að borða alveg fínan mat í dag: hrökkbrauð með kjúklingaáleggi og soðnu eggi, kjúkling, hrísgrjón og grænmeti, ávaxtasalat, próteinvöfflur og próteinbar. Svo fullt af vatni og svo á ég eftir að skella í mig einum próteinsjeik fyrir svefninn. Hell ye. Langaði ekkert til að svindla. Rölti útí Nóatún áðan að kaupa sitthvað sem mig vantaði fyrir matardagbók morgundagsins og hugsaði ekki einu sinni útí það að kaupa Coke Light, svo lítil var sykurlöngunin. Eigum við að ræða það eitthvað? Miðað við hvað ég fæ líka gott að borða á morgun þá verður þetta ekkert mál. Verð orðin massaflott á nó tæm píps :)

2 comments:

Sigrún H. Einarsdóttir said...

Gangi þér vel í niðurskurðinum - massar þetta:)
Mátt endilega senda mér smá sjálfsaga duglega þú!! ;)

Rósa Soffía said...

Takk Sigrún :)