Tuesday, June 16, 2009

Update

Klárlega kominn tími á smá update hérna. Var reyndar að hugsa af hverju ég er eiginlega að blogga hérna þar sem voðalega fáir hafa áhuga á því sem ég er að skrifa um, en ég ákvað að halda því samt áfram því mér finnst alltaf gott að geta kíkt til baka og séð hvað ég hef skrifað. Þannig að þetta er eiginlega bara eins og dagbókin mín. En allavega, niðurstaðan úr mælingu nr 2 kom mjög hressilega á óvart. Var búin að þyngjast um 400 gr en missa 1,5% fitu. Bætti á mig sentimetrum á öxlum, brjóstum og handleggjum en missti á maganum og lærunum. Bara nákvæmlega eins og ég vildi hafa það. Þetta er allt að skríða í rétta átt. Er ekki alltaf sagt að góðir hlutir gerist hægt?

Svo erum við Edda komnar í alveg svaðalegar þyngdir í ræktinni þannig að við fórum í gær að versla okkur vafninga svo við getum nú farið að dedda af alvöru....bíðum bara spenntar eftir næstu æfingu til að geta prófað og sjá hversu mikið við getum bætt okkur. Byrjuðum líka í dag að taka kreatín.....allt gert til að reyna að bæta við vöðvamassann :)

Þjálfunin fer svo bara nokkuð vel af stað hjá mér, komin með nokkra kúnna uppá Skaga en aðeins færri hérna í bænum. Ágætt að hafa þetta soldið rólegt þegar maður er að koma sér af stað og svona. En þetta er alveg klárlega skemmtilegasta vinna sem ég hef verið í.....ég hlakka bara alltaf til að fara í vinnuna. Er einmitt að fara til Selfossar á eftir að hitta eina sem ætlar að vera hjá mér í fjarþjálfun. Bara gaman.....

1 comment:

Anonymous said...

þú ert bara dugleg.... kv Rannveig