Sunday, July 6, 2008

Flutt

Jæja þá erum við loksins búnar að flytja og koma okkur fyrir. Tók sinn tíma. Búin að vera netlaus hérna allan þennan tíma sem var alveg hræðilegt. Íbúðin er samt alveg meiriháttar og umhverfið hér frábært. Okkur Elínu líður strax alveg ótrúlega vel hérna og sjáum við sko ekki eftir því að hafa valið okkur þessa íbúð.

Á morgun byrjar Elín Mist á leikjanámskeiði og þá ætla ég að setjast fyrir framan tölvuna mína og byrja að skrif á eitt stykki BS ritgerð. Kannski ég bloggi eitthvað almennilega á næstu dögum líka. Hvur veit......

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með fluttningarnar :) kíki í heimsókn bráðlega

kv, Zanný