Pages

Thursday, June 26, 2008

Leiðinlegir tímar

Ég var búin að steingleyma hvernig það er að vera með svo vondar harðsperrur að maður geti ekki hreyft sig án þess að hljóða af sársauka. I love it.

Annars er eiginlega ekkert að frétta. Fannst bara vanta færslu hérna inn. Er á fullu að flytja núna. Það er mest allt farið út úr íbúðinni minni, á í rauninni bara eftir að þrífa. Og það er það leiðinlegasta af öllu. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég muni aldrei flytja aftur....en því miður þá er það ekki svo gott. Ég er svo komin með ógeð á flutningum að það er ekki fyndið. Af hverju í ósköpunum er maður alltaf að standa í þessu? Í þetta skiptið er ég þó reyndar að flytja í það flotta íbúð að það bætir upp öll leiðindin sem fylgja flutningunum. Og aumingja pabbi minn og bróðir hennar mömmu....að þurfa að bera alla búslóðina mína uppá 3ju hæð. Ajæjæ. Ég þarf örugglega að splæsa á þá pizzu að flutningum loknum.....

Ég gerði mér aðra ferð uppá Þjóðarbókhlöðu í vikunni til þess að afla mér heimilda fyrir ritgerðaskrifin. Það varð pínulítil breyting á efni ritgerðarinnar minnar og því þurfti ég að sækja fleiri bækur. Ritgerðin mín mun fjalla um hversu mikilvæg fyrirtækjamenning er við samruna og yfirtökur fyrirtækja og mun ég taka viðtöl við starfsmenn sem hafa gengið í gegnum svoleiðis til þess að styðja við mál mitt. Er ekki alveg búin að útfæra þetta ennþá en er að vinna í því. Er búin að vera að lesa mig aðeins til um efnið og held ég verði tilbúin til að pikka nokkur orð inní tölvuna um leið og ég er komin í nýju íbúðina. Get eiginlega ekki beðið. Um leið og ég verð komin með nokkur orð niður á blað þá mun ég geta andað rólega. Það verður næs.

3 comments:

Anonymous said...

Sjitt hvað ég er sammála með flutningana! dí hvað þetta er leiðó!

Anonymous said...

Það er kannski ekki svo gaman en það verður æði að fá þig í bæinn :)
Kveðja Magga

Anonymous said...

Velkomin í Kópavoginn, sjáumst vonandi fljótlega!

Edda