Tuesday, May 20, 2008

Lúxus að vera meistaranemi.....

Það er búið að færa fyrirlestrana okkar í Skattarétti yfir í meistaranemastofuna hérna í skólanum. Það er greinilega mikill munur á því að vera meistaranemi og BS nemi hér í þessum skóla, leikur enginn vafi á því. Hér eru bara ótrúlega flottir og þægilegir skrifborðstólar með færanlegu baki og læti. Hér eiga allir nemendur kaffibolla sem eru merktir þeim með nafni. Hér er kaffivél, "vatnsvél", leðursófi útí horni og svalir, hvorki meira né minna. Það er óhætt að segja að meistaranemarnir í þessum skóla lifa eins og kóngar. Á meðan við sitjum á ógeðslega hörðum tréstólum og höfum ekkert kaffi, vatn, sófa eða svalir. Smá ósanngjarnt sko....

En það kom soldið skondið í ljós í gær. Sara Björg og Adólf, sem eru búin að vera í skiptinámi útá Ítalíu þessa önnina, verða útí París á sama tíma og ég og Elín Mist. Ótrúlega skemmtileg tilviljun. Við ætlum að hittast á laugardagskvöldinu og reyna að finna okkur einhvern kósý stað til að horfa á Júróvisjon keppnina. Gaman gaman. Það er ekki nóg með Ísland sé lítið, heldur er bara allur heimurinn lítill.......

2 comments:

Steinunn said...

Já Rósa mín, það er ekki sama hvort þú ert Jón eða Séra Jón sko !! hahaha !! En já eins stór eins og þessi heimur er þá er hann samt svo pínku pínku lítill =)

Hlakka til að koma í mat í kvöld ..vúhúúú

Anonymous said...

já þessir meistaranemar við þenna skóla hafa það sko fínt... og kennarinn sagði í morgun (veit ekki hvort þú varst komin) að það væri nú verið að gera gott fyrir þá sem nenna að vera hér í 5 ár...... skondið, ef skólinn gerir sér grein fyrir því að maður nennir ekki að hanga hér lengur en 3 ár...

Zanný