Pages

Wednesday, May 21, 2008

Láttu ekki vín breyta þér í svín.

Hrein og tær snilld nýja auglýsingarherferð ÁTVR. "Drekktu eins og manneskja". Ég tel mig nú gera það svona yfirleitt, þó ég eigi það til að verða ofurölvi þá held ég að ástandið sé ekkert alvarlegt. Samt ætla ég að taka mér þetta til fyrirmyndar og hafa þessar auglýsingar á bak við eyrað í framtíðinni þegar ég smakka áfengi..........ekki spurning. Vonandi gera það fleiri líka.

En á morgun er stóri dagurinn loksins kominn. Ég og Elín Mist leggjum í hann til Parísar. Við eigum flug kl 16, sem þýðir að ég þarf að leggja af stað héðan frá Bifröst kl 11. Koma fyrst við uppá Skaga að sækja skvísuna og fara svo til Keflavíkur og miða svo við að vera komnar þangað um 2 leytið. Erum báðar alveg ótrúlega spenntar. Ætlum að vera svaka duglegar að taka myndir til að setja á myndasíðuna þegar við komum heim.

Er búin að redda öllum skólamálum fyrir helgina, þannig að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af verkefnavinnu og svoleiðis. En ég slepp víst ekki alveg, ætla að hafa með mér eitthvað af lesefni svo ég verði nú ekki alveg úti að aka á mánudaginn, þegar ég fer aftur í skólann.

Þannig að núna á ég bara eftir að pakka niður......en skipulagsmanneskjan ég er náttúrulega löööngu búin að skrifa lista yfir hvað það er sem á að fara ofan í töskuna. Á bara eftir að setja það þangað......

Góða helgi

2 comments:

Anonymous said...

Ótrúlega góða ferð elskan, skemmtið ykkur konunglega og farið varlega...hlakka svo til að heyra ferðasöguna og sjá myndir þegar þið komið heim =)
Bið að heilsa Effel turninum :p

Anonymous said...

Já ég held að það sé ekki vitlaust að taka þessa auglýsingar til fyrirmyndar :)
En hafið þið gellurnar það æðislegt í parís :)
Kveðja Magga