Þegar ég kom heim í nótt þá var ein stærsta fluga sem ég hef á ævi minni séð búin að gera sig heimakæra í svefnherbergisglugganum mínum. Lætin í henni voru svo mikil að ég gerði fastlega ráð fyrir því að hún gæti stungið mig til dauða á meðan ég svæfi, þannig að ég ákvað að reyna að losa mig einhvernveginn við hana. Vissi reyndar ekki alveg hvernig ég átti að fara af því þannig að ég ákvað að nota einfaldasta trikkið og setja yfir hana glas og ákveða svo framhaldið þegar ég myndi vakna næsta dag. Hún var ekkert rosalega kát með mig fyrst og ég hélt á tímabili að glasið myndi brotna í látunum......en svo steinsofnaði ég og náði ekki að fylgjast meira með henni. Svo í morgun þegar ég fór að velta fyrir mér hver framtíð flugu-gerpisins yrði.......þá var hún bara horfin. Hvernig er það hægt eiginlega? Ég þori varla að fara að sofa núna sko.....kannski er hún búin að fela sig einhverstaðar í herberginu mínu og bíður eftir því að ég slökkvi ljósin og leggist út af svo hún geti lagst til atlögu...... Á svona stundum væri sko alveg næs að hafa karlmann hérna til að redda málunum......
En allavega, París var algert æði, þarf varla að taka það fram. Hendi einhverjum myndum hérna inn á morgun.....
Og þið sem gleymduð að senda mér afmæliskveðju......þið ættuð nú bara að skammast ykkar
9 comments:
hehe æ æ leiðindar fluga :) vona að hún hafi bara ekki þorað að vera hjá þér lengur og forðað sér langt í burtu. já leiðindar fólk sem man ekki afmælisdaga :) ég myndi sko aldrei gleyma skvísu eins og þér :)
kv, Zanný
var að skoða myndirnar frá París, ekkert smá sætar mæðgur :) Elín algjört bjútí eins og mamma sín... :) (hefðir mátt snúa myndunum rétt)
kv, Zanný
var að skoða myndirnar frá París, ekkert smá sætar mæðgur :) Elín algjört bjútí eins og mamma sín... :) (hefðir mátt snúa myndunum rétt)
kv, Zanný
hehehe... þú ert meiri hetja en ég, ég hefði ekki einu sinni þorað að setja glas yfir fluguna, ógeðs kvikindi.
Verð að fara að drullast svo í ræktina með þér, það er orðið svo stutt eftir hjá okkur hér á Bifröst.
Edda
Geggjaðar myndirnar frá París, án efa flottustu píurnar á svæðinu :) Ekkert smá flott andlitsmálningin hennar Elínar og svo lúkkar hún rosa vel sem stytta hjá Louvre hehe, fannst þú ekki alveg jafn sannfærandi :p
Tek ammæliskveðjucommentið ekki til mín þar sem ég gleymdi ekki deginum þó ég hafi viljað bíða fram á mánudag með að hringja í þig persónulega =) Hef nú samviskusamlega munað þennan dag í smk 16 ár held ég !!! En til að enginn vafi leiki á, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!!!!!!!!! :)
Geggjaðar myndirnar frá París, án efa flottustu píurnar á svæðinu :) Ekkert smá flott andlitsmálningin hennar Elínar og svo lúkkar hún rosa vel sem stytta hjá Louvre hehe, fannst þú ekki alveg jafn sannfærandi :p
Tek ammæliskveðjucommentið ekki til mín þar sem ég gleymdi ekki deginum þó ég hafi viljað bíða fram á mánudag með að hringja í þig persónulega =) Hef nú samviskusamlega munað þennan dag í smk 16 ár held ég !!! En til að enginn vafi leiki á, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!!!!!!!!! :)
Stelpur, það er alger óþarfi að kommenta alltaf tvisvar.....
obbobbb... shame on me.. ekki vissi ég að þú hefðir átt afmæli svo ég segi hér með... til hamingju með afmælið.....kveðja Rannveig
obbobbb... shame on me.. ekki vissi ég að þú hefðir átt afmæli svo ég segi hér með... til hamingju með afmælið.....kveðja Rannveig
Post a Comment