Núna er klukkan hálf 3 um nóttina og við í missóhóp I vorum að klára að lesa yfir skýrsluna okkar í síðasta skiptið. Í bili allavega. Þangað til við þurfum að fara að undirbúa málsvörnina okkar. Núna er ekkert eftir nema að klára síðustu breytingar á heimildaskrá, fútnótum og uppfæra efnisyfirlit. Ætti ekki að taka mjög langan tíma. Svo er bara að senda skjalið í prentun og sækja það í Borgó kl 10 í fyrramálið. Verður svo ótrúlega næs að skrifa undir verkefni og skila því á hádegi á morgun að það hálfa væri nóg.
Hlakka líka mikið til að fara heim eftir smá stund og leggjast upp í rúm og sofa.......sofa......vá hvað það er eitthvað sem ég á eftir að gera ógeðslega mikið af næstu daga. Ég er orðin svo steikt núna sökum svefnleysis að það er bara hætt að vera fyndið. Er orðin það steikt að ég er orðin kærulaus um verkefnið......og það boðar sko ekki gott. En ég er ekki sú eina sem er steikt........Zanný tók uppá því að reykja inní skólanum til dæmis og svo hafa flogið setningar eins og: "ég á þetta ekki kók þetta ekki"........
Og fleira skemmtilegt.......
2 comments:
æi mikið gott að þetta er að verða búið, maður er farin að sakna þín á msn...kveðja Rannveig
muhahhaha jjiii hvað þetta var ótúlega fynið.. ég veit ekki alveg hvað ég var að spá...... skal ég segja þér (sennilega ekki neitt) en höfum það á hreinu að ég reykti ekki inn í skólanum heldur kveikti ég bara á henni :) og hljóp svo út .....
kv, Zanný
já og Ps: til hamingju að vera búin að skila :)
Post a Comment