Pages

Saturday, April 19, 2008

Vökunætur framundan

Erum sko alveg á síðasta snúning núna í missó. Vorum að til klukkan hálf 3 í nótt að lesa yfir allt verkefnið á skjávarpa. Það er meira og minna allt komið þannig séð, á bara eftir að útfæra tvo kafla aðeins betur með því að tala meira um utanaðkomandi áhrif og svona. Skoða soldið hvort við séum ekki alveg örugglega að nota réttu kennitölurnar, og hvort við séum með einhverjar sem eru kannski óþarfi. Vantar aðeins meira svona lokahnykkinn í verkefnið. Þegar þetta er komið þá getum við svo farið í það að klára niðurstöðurnar. Þurftum sko að kötta alveg slatta úr verkefninu þar sem við vorum komin með of margar blaðsíður, þær mega sko "bara" vera 30. Sjæs, aldrei lent í þessu áður að vera með of margar. Án gríns þá vorum við komin með hátt uppí 50 bls. Rugl sko.

Þetta sem er eftir er sko alveg einnar helgar verk. Held það sé alveg ljóst að við erum að fara að vera hér langt fram á nótt bæði í dag og á morgun. Gaman að því. Það var kominn mikill galsi í fólkið í nótt og á milli stríða vorum við að skiptast á dónamyndum gegnum msnið uppá skjávarpanum. Við erum ekki á þrítugsaldri......neeeeiii......

1 comment:

Anonymous said...

Þetta verður stórfínt hjá ykkur :)
Kverða Magga